Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 64
70
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Um orðmyndina vatnkarl hefi ég fundið 7 dæmi úr yngri handrit-
um. Þau eru þessi:
vatn karl felitill. D. 1.1, 597 (Úr máldaga Skarðskirkju á Skarðs-
strönd, sem talinn er frá 1259. Handrit: Bps. A II 1)
vatn carl. D. I. II, 62 (Úr máldaga Haukadalskirkju, sem talinn
er frá því um 1269. Handrit: Bps. A II 1).
vatn karll aF messingu. D. I. II, 117 (Úr máldaga Skarðskirkju
á Skarðsströnd, sem talinn er frá um 1274. Handrit: Bps. A II
1, áður Lbs. 268, 4to eða D 12).
vatnkarl. D. I. II, 683 (Úr máldaga Dalskirkju undir Eyjafjöll-
um, sem talinn er frá því um 1332. Handrit: AM 263 fol. og Bps.
A II 1).
vatnkall. D. I. II, 677 (Úr máldaga Skógakirkju undir Eyjafjöll-
um frá því um 1332. Handrit: AM 263 fol. og Bps. A II 1, þar
sem stendur ,vatnzkall‘).
vatnkall. D. I. II, 743 (Úr máldaga Ytri-Sólheimakirkju í Mýr-
dal, sem talinn er frá því um 1340. Handrit: AM 263 fol. og Bps.
A II 1).
vatnkall. D. I. III, 262 (Úr máldaga Dalskirkju undir Eyjafjöll-
um, sem er talinn frá því um 1371. Handrit: JSig. 143, 4to (Hít-
ardalsbók (VII)).
Öll þau handrit, sem nú hefir verið vitnað til, eru skrifuð um 1600,
sum aðeins fyrr, önnur aðeins síðar. Ég er ekki í aðstöðu til að full-
yrða, hve gömul forrit þessi handrit styðjast við. Hins vegar bendir
orðmyndin vatnkarl til þess, að þau séu ekki yngri en frá fyrri hluta
15. aldar, þar sem þessi orðmynd hverfur þá úr frumritum. Hins
vegar er til frá 16. öld fjöldi frumrita, þar sem fyrir kemur orð-
myndin vatnskarl (með ýmiss konar stafsetningu). Er því ástæðu-
laust að ætla annað en orðmyndin vatnkarl í ofangreindum dæmum
stafi frá forritum.
Hér hafa verið rakin öll dæmi, sem ég hefi fundið, um orðmynd-
ina vatnlcarl og rithátt hennar í handritum. Ástæðulaust virðist hins
vegar að rekja allar stafsetningarmyndir orðsins vatnskarl. Hugsan-
legt er, að framburðurinn [vas:kharll] hafi verið farinn að tíðkast þeg-
ar á síðari hluta 14. aldar, sbr. ritháttinn uazkall í Flat. I, 359, en
líklegra er, að z tákni hér ts.1) 1 D. I. er rithátturinn vatz-, vatts-,
1) BKÞ segir: „Skoðanir málfræðinga eru skiftar um þessa rithætti með z-u;
sumir hyggja að z sýni framburðinn ts, jafnvel alstaðar þar sem hún er rit-
uð, en aðrir ætla, að hjer sje að meira eða minna leyti að ræða um rithætti,
er ekki sjeu sönn mynd framburðar" (hls. XXVIII).