Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 30
36
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þuríði Níelsdóttur, konu Páls Halldórssonar skólastjóra. 1 uppskrift
á eftirlátnum munum Sigurðar er nefnd „Olíumynd af Jóni Sveins-
syni,“ virt á 10 rd-). Á uppboðinu á eignum
dánarbúsins 9. des. 1874 var myndin seld sr.
Hallgrími Sveinssyni á 13 rd.3) Hallgrímur
síðar biskup, var sem kunnugt er hálfbróðir
Jóns Aðalsteins.
Þuríður Níelsdóttir, sem seldi Listasafninu
myndina, var dóttir Sigríðar, hálfsystur Hall-
gríms, en alsystur Jóns. Frá því að Hallgrímur
keypti myndina hefur hún því að líkindum alla
tíð verið í eigu nánustu ættingja Jóns þar til
Listasafnið eignaðist hana.
') Helgi E. Helgesen, op. cit., bls. 5. 2) Uppskripta- og virðingar-bók, Þjskjs.
XXIII, 1, bls. 176. 3) Uppboðsbók 1873—1875, Þjskjs. XXIV, 13, bls. 209.
49 Jón Aðalsteinn Sveinsson kennari. Blýantsteikning, 16.7 X 20.8
cm, hópmynd.1) Fimm vangamyndir í röð á einu samanbrotnu blaði.
Sér á vinstri vanga. Skyggir hvert andlit að nokkru á hið næsta svo
að enginn vangasvipur er heill nema þess manns sem er lengst til
hægri á myndinni, en það er Jón Aðalsteinn. Hinir eru talið frá
hægri: Steingrímur Thorsteinsson, þá Sigurður málari, en ekki hefur
tekist að þekkja þá tvo sem eru lengst til vinstri í röðinni. Þessir
fimmmenningar hafa sjálfsagt allir verið samtíða í Kaupmannahöfn
og myndin frá þeim árum. Myndin er nú eign Þjms., ótölusett, fylgdi
margnefndri syrpu sem sr. Pétur í Grímsey gaf safninu 1885.
O í Jón Auðuns, op. cit., bls. 88, er mynd þessi (nr. 19) nefnd Fimmmenningar
í Kaupmannahöfn, en í sýningarskrá Minningarsýningar [Rv. 1958] er hún nr.
20 og nefnd Vinir í Kaupmannahöfn.