Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 72
78
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Short þýða ,.a handbasin for washing". I FTLL segir svo: „LEBES
proprie est pelvis, maluvium; bacino, conca: vas aerum,1) in quocl
aqua, dum manus abluuntur, decidit“. Ef þessi skýring- er rétt, hefir
vatnsketillinn verið notaður til að þvo hendurnar úr eða til þess að
láta handþvottavatnið drjúpa í. Samkvæmt þessu væru orðin vatn(s)-
karl og vatnsketill af sama merkingarsvæði án þess að vera fyllilega
samræð.
6. Vatn(s)dýr hefi ég rekizt á á tveimur stöðum í íslenzkum mál-
dögum:
stola ij. skirnarsar. vazker af steini. skiolu oc vazdýr. D. I. II,
679 (Úr máldaga Miðarnarbælis, sem talinn er frá því um 1332
og er prentaður eftir „AM dipl. afskr. 2053 með hendi Árna
Magnússonar eptir bókfelli frá c. 1500“. Síðar hefir þetta frum-
gagn komið í leitirnar, og er afrit Árna rétt, sbr. D. I. II, 870).
vatndyr. D. I. II, 85 (Úr máldaga Holts undir Eyjafjöllum, sem
talinn er frá því um 1270. Handrit er frá því um 1600: AM 263
fol. og Bps. A II 1 (þar ritað vatndýr).
Örlög þessara vatn(s)dýra eru einkennileg í máldögunum. Ekkert
vatn(s)dýr er í máldaga Miðarnarbælis frá því um 1371, sbr. D. I.
III, 260, og ekkert virðist hafa komið í staðinn. Þá er ekkert vatn(s)-
dýr né neitt, sem því samsvarar, í máldaga Holtskirkju frá 1332, sbr.
D. I. II, 681.
Ekkert erlent orð, sem samsvarar vatn(s)dýr, hefi ég fundið, en
orðið táknar vatnskönnu í dýrslíki. Orðið er sennilega íslenzkur ný-
gervingur, sem styðst við útlit könnunnar, en á sér enga erlenda mál-
lega fyrirmynd.
7. Hjörtur. Flestir, sem um vatnsílát í kirkjum hafa skrifað, telja,
að hjörtur hafi táknað vatnskönnu í hjartarlíki. Þessi skoðun styðst
við það, að orðið hjörtur kemur fyrir í máldögum í upptalningu
kirkjugripa. Staðirnir, sem ég hefi fundið, eru þessir, og allir varða
þeir sömu hirtina:
hirter ij af messing. D. I. II, 455 (Úr máldaga Vallakirkju í
Svarfaðardal, sem talinn er frá því um 1318, prentaður eftir
handriti frá 1639 nú Bps. B III 3).
hirter. ij. af messing. D. I. 111, 513 (Úr máldaga sömu kirkju,
sem talinn er frá 1394, prentaður eftir handriti frá 1639, nú
Bps. B III 3).
1) Þessi þýðing minnir á messingarlcer og messingarlcetil, en þau orð koma bæði
fyrir í máldögum.