Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 55
mannamyndir sigurðar málara
61
Myndin er eign Þjóðminjasafns, kom þangað 3.6. 1926, skráð
Mms. 4304. Gefandinn er nefndur Jens Benediktsson, en ekki sögð á
honum frekari deili. Því er allt óljóst um feril myndarinnar og hugs-
anleg tengsl gefandans við Vilhjálm Hákonarson.
]) I óprentaðri skrá Mannamyndasafns 3.6. 1926. 2) Munnlegar upplýsingar í
samtali sumarið 1976. 3) Skv. óprentaðri kirkjugripaski'á Matthíasar Þórðarson-
ar í Þjóðminjasafni voru altaristöflurnar gerðar 1865 og 1867.
99 Þorlákur Skúlason (1597—1656) biskup. Pennateikning, 13 X
11 cm, í Myndabókinni. Undir myndinni stendur: Sigurdur Gud-
ruundsson 1848. Þorlákur Slcúlason Biskup. Þessi
mynd gæti verið gerð eftir prentmynd svipaðri
þeirri sem til er í Mannamyndadeild Þjóð-
minjasafns (Mms. 22839). Ekki er nú kunnugt
um annað eintak þeirrar myndar. Má vera að
áþekk mynd sé til á prenti í einhverri gamalli
bók sem Sigurður hefur haft undir höndum. Sé
Mynd Sigurðar hins vegar gerð eftir sams
konar mynd og Mms. 22839, verður hún að telj-
ast talsvert stílfærð og einfölduð eftirmynd,
heldur viðvaningsleg.
Sbr. Páll E. Ólason, Saga íslendinga. Fimmta bindi. Seytjánda öld (Rv. 1942).
Myndin er prentuð þar á bls. 105.
100 Þorvaldur Ásgeirsson (1836—1887) prestur, Hjaltabakka.
antsteikning, 27.7 X 22 cm, mjög skemmd, rifin, böggluð og
Áritun í vinstra horni að neðan: Sigurðr Guð- ,
mundsson 1860. Hefur samkvæmt ártalinu verið
gerð á Reykjavíkurárum Sigurðar, en Þorvaldur
var um þetta leyti að ljúka prófi úr Prestaskól-
anum.
Eign Þjóðminjasafns, skráð Mms. 23816.
Barst safninu 30.6. 1965, úr eigu Hermanns Þór-
arinssonar frá Hjaltabakka, en hann var sonur
Sigríðar, dóttur sr. Þorvalds.
Blý-
máð.