Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 8
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
valdsdóttir, en cópíu þessa lét ég gjöra. Sigurður Þórðarson." Innan
á hlífðarkápuna hefur Kristján Eldjárn skrifað svohljóðandi athuga-
semd (dags. 21.1. 1958): „Myndin sem þessi
kopía er eftir og var í eigu Guðlaugar Arasen og
Kristínar Þorvaldsdóttur, segir Sigurður Þórð-
arson1) nú að ekki hafi verið frummynd, heldur
ljósmynd af frummyndinni sem nú sé glötuð.“
Þetta staðfestir Kristín Þorvaldsdóttir, segist
aldrei hafa átt frummyndina og kveðst enga
vitneskju hafa um hana.2)
Eftir ljósmyndinni að dæma hefur frummynd-
in verið blýantsteikning, en um stærð hennar
verður ekkert ráðið. Áritun Sigurðar sést ekki.
Telja má víst að myndin sé gerð 1856 á ferð Sigurðar um Norður-
land, en þá var Benedikt prestur á Hólum.
Einkasonur sr. Benedikts, sem til aldurs komst, var Jón (1838—
1907) sem bjó á Hólum eftir föður sinn, en fluttist til Kanada ásamt
þrem sonum sínum og dó þar. Eini afkomandi sr. Benedikts Vigfús-
sonar sem eftir varð á Islandi var Sigríður (1886—1948), síðar hús-
freyja í Litlugröf, Benediktsdóttir Jónssonar.3) Eftinnyndina sem
prentuð er í Skagfirðingabók 2, 19674) gaf Sigríður Kolbeini Krist-
inssyni á Skriðulandi, en hún fékk hana frá Benedikt föður sínum.
Ekki veit Kolbeinn um afdrif frummyndarinnar5) og liggur ekki á
lausu nein frekari vitneskja um hana. Ekkert er líklegra en hún hafi
borist til Vesturheims með Jóni Benediktssyni og sonum hans.
i) Fyrrum bóndi á Nautabúi í Skagafirði, f. 1888, d. 1967. 2) Upplýsingar í sím-
tali 4.8. 1976. 3) Kolbeinn Kristinsson, Þáttur Jóns Benediktssonar á Hólum.
Skagfir'öingabók, Ársrit Sögufélags Skagfiröinga 2 (Rv. 1967), bls. 13—42. 4)
Kolbeinn Kristinsson, op. cit., bls. 36. 5) Uppl. frá Kolbeini í símtali 6.10. 1976.
6 Benedikt Þórðarson (1800—1882) prestur,
Selárdal. Vitað er að sr. Lárus í Selárdal, sonur
sr. Benedikts, átti mynd af honum eftir Sigurð
málara og er hún sögð hafa glatast1) þegar
íbúðarhús Lárusar að Þingholtsstræti 23 brann
með öllu innanstokks aðfaranótt 22. jan. 1910.
Mynd þessi sem virðist hafa verið blýantsteikn-
ing hefur að líkindum verið gerð í Breiðafjarð-
arferð Sigurðar 1858, en sr. Benedikt var þá
prestur á Brjánslæk.
Ólafur prófessor, sonur sr. Lárusar, átti eftir-