Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 142
148
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Innsiglið er samhverft um lóðrétta miðju. Kór annarsvegar og for-
kirkja hinsvegar, misstór, hefði rofið þá skipan. Þetta köllum við
skáldaleyfi.
Enn er margs að spyrja. Hefur höfundur innsiglisins haft klaust-
urkirkjuna á Reynistað sem fyrirmynd? Eru einhverjar heimildir
til um þá kirkju? Hversu gamalt er innsiglið, hversu nákvæm er
teikningin af því? Rétt er að svara seinustu spurningunni fyrst.
Auðvitað getur teikning aldrei komið í stað innsiglisins sjálfs, en orð
Árna Magnússonar ættu að vera trygging fyrir því, að hún sé eins
nákvæmlega unnin og unnt var á sínum tíma. „Er hér accurat-
issime afrissað" segir Árni. Hann hefur sjálfur borið frum- og eftir-
mynd saman. Að sögn Stefáns Karlssonar er ekki ástæða til að draga
orð Árna í efa. Stefán hefur borið sumar teikningarnar saman við
innsigli sem enn eru til.
A priori er ég sannfærður um að allar íslensku miðalda klaustur-
kirkjurnar hafi verið veglegar útbrotakirkjur af timbri einu gjörðar.
Tilgátur eru raunar óþarfar, heimildirnar tala skýru máli. I Skarðs-
árannál stendur um klausturkirkj una á Reynistað undir árinu
1640: „Þá tók upp og brotnaði allt í sundur það litla hvolfda tré-
virkishús fyrir Reynistaðakirkju, sem verið hafði sancta sanctorum
þeirrar miklu trékirkju, sem forðum var á Reynistað og Jón Jónsson
lögmaður hafði látið ofan taka þá nær fyrir 70 árum er hann hélt
Reynistaðaklaustur."20 Klausturkirkjan var þá lögð að velli um
1570, u.þ.b. tveim áratugum eftir að klausturlifnaður er aflagður.
Árið 1296 setti Jörundur biskup Þorsteinsson nunnuklaustur að Stað
í Reynisnesi. Ekki er ólíklegt að sá mikli kirkjuhöfðingi hafi hlutast
til um að klaustrið fengi fljótlega kirkju er því sómdi. Fyrir hefur
verið kirkja sem varð að víkja. Klausturkirkjan á Reynistað gat þá
verið rúmra tvö hundruð og fimmtíu ára gömul þegar hún féll.
Um aidamótin 1700 eru á Islandi um 30 timburkirkjur, flestar út-
brotakirkjur, með hárri miðkirkju, lægri kór og forkirkju, nokkrar
mjög fornar. Til eru af þeim allglöggar lýsingar og mál á sumum
gefin, t.d. einni klausturkirkju, þeirri á Þingeyrum. I óprentaðri rit-
gerð hef ég gert grein fyrir uppbyggingu hennar og gert af henni
teikningar. Kirkja þessi er að vísu talin reist í upphafi 17. aldar, en
af lagi hennar og stærð má ætla að þar hafi verið farið eftir eldri
fyrirmynd. Nú var Reynistaðarklaustur ekki eins ríkt og klaustrið á
Þingeyrum. Stærð kirknanna hefur áreiðanlega farið eftir því. Engu
að síður getur lögun þeirra verið lík.
Hvenær innsiglið var gert, hvort mót þess hefur verið grafið fyrir