Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 91
beit af austurlenskri gerð
97
eitthvert hengiskraut, sprota eða annað, Ekki er heldur sjaldgæft að
á beitunum sé í sama skyni aflangt gat, eða þá lykkja á annarri
brúninni.
Austurlenskar beitir svipaðar þeim sem fundist hafa á Norður-
löndum eru vel þekkt forngripategund frá Svíþjóð og Ungverjalandi
í vestri til steppanna langt inni á meginlandi Asíu í austri. Jurta-
skreytið á beitunum skilgreindi Arne sem sassanídískt eða eftir-
sassanídískt að uppruna. Sassanídíska Persaríkið var mesta stórveldið
í Austurlöndum nær frá 3. öld til 7. aldar e. Kr. og áhrif frá þessu
ríki létu að sér kveða í stórum hlutum Asíu og Evrópu. Sassanídísk
menning átti rætur að rekja í senn til fornausturlenskrar og hellenskr-
ar menningararfleifðar. Jurtaskreytið á einkum til hinnar síðar-
nefndu að telja. Persaríki féll fyrir árásum Araba árið 651 og var
innlimað í íslamska kalífadæmið. En sassanídísk menning lifði og
niá teija hana sterkasta þáttinn í íslamskri menningu öldum saman,
einkum þó á listasviði. Og með gífurlegri útþenslu Islams hélt sass-
anídísk menning áfram að láta til sín taka víða um lönd.
Þar sem allt var þannig í pottinn búið og auk þess mikil samskipti
milli Norðurlanda og Austurlanda nær, eins og útbreiðsla arabískra
(þ. e. íslamskra) mynta er öðru fremur til vitnis um, var ekki nema
eðlilegt að Arne reyndi að rekja uppruna austurlensku beitanna til
kalífaríkisins.
En þar í sveit var honum þó tæpast kunnugt um að fundist hefðu
Beinar beltis- eða ólarbeitir. Rannsóknir sínar á beitum sem í Svíþj óð
höfðu fundist dró hann því saman í þá veru að beitirnar hefðu borist
til Svíþjóðar fyrst og fremst frá Suðaustur-Rússlandi, en hugsanlega
einnig frá Persíu og löndunum fyrir austan Kaspíahaf. Nokkrar síð-
bornar beitir taldi hann þó að kynnu að vera gerðar í norðanverðu
Rússlandi eða á Gotlandi.
Yfirlitið sem Arne gerði 1914 er enn í góðu gildi í öllum aðalatrið-
um. Þó ber þess að geta að þekking okkar á notkun beitanna og út-
breiðslu þeirra í Asíu er nú orðin miklu meiri.
Flestar austurlensku beitirnar eru af beltum, en allmargar hafa
verið á beltispokum, hestbúnaði og öðrum hlutum. Sameiginlegt öllum
hlutategundunum er að þær tilheyra búnaði ríðandi stríðsmanna eða
i'iddara. Beltin hafa verið þakin áfestum málmi, og auk þess hafa
oft verið á þeim hangandi málmslegnir sprotar (á þýsku „Nebenrie-
men“ eða stundum ,,Riemenzungen“), með alls konar málmhengsl-
um eða festingarbúnaði fyrir hina og þessa hluti — vopn, hnífa, brýni,
7