Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 51
mannamyndir sigurðar málara
57
kemur fram að Stefán Eymundsson, bróðir
Lovísu, hefur áður átt myndina og tekið hana
með sér til Kanada, en sent hana til Islands aft-
ur með Ásmundi bróður þeirra vorið 1929. Mæl-
ir hann þá svo fyrir að móðir þeirra Halldóra
(Stefánsdóttir Eiríkssonar) skuli hafa mynd-
ina hjá sér til dauðadags. Halldóra dó 1935, og
hefur Lovísa þá líklega tekið myndina til varð-
veislu.
91 Stefán Þórarinsson (1754—1823) amtmaður. Pennateikning,
13.2 X 10.7 cm, í Myndabókinni. Undir myndinni stendur: Sigurdur
Gudmunsson 184-8 i December og neðar: S:
Thorarensen, stælt eftir rithendi Stefáns.
Fyrirmynd Sigurðar er líklega myndin fram-
an við 5. árgang Nýrra félagsrita 1845,x) en
sú mynd er steinprentuð (sbr. Mms. 62,
18411). Fyrirmynd steinprentsins er hins veg-
ar glötuð teikning eftir Sæmund Hólm.2)
') Sbr. Páll Briem, op. cit., bls. 4. 2) Mattlnas Þórðar-
son, /slenzkir listamenn (Rv. 1920), bls. 22; sbr. og
óprentaða skrá Mannamyndasafns Þjms., t. d. nr. 2155,
11.1. 1921.
92 Steingrímur Thorsteinsson (1831—-1913) rektor, skáld. Olíumál-
verk á striga, 65.5 X 55 cm. Nú í gylltum, 6.5 cm br. ramma. Engin
áritun. Myndin er mjög vel varðveitt. Gerð í
Kaupmannahöfn 4857.1) Þeir Steingrímur voru
niörg ár samtíða í Kaupmannahöfn og aldavinir.
Eigandi myndarinnar er Steinunn Thorsteins-
son ljósmyndari, dóttir Steingríms skálds.
Eftirmyndir (ljósmyndir) eru til í Þjóð-
minjasafni.
]) Sbr. Helgi E. Helgesen, op. cit., athugagr., bls. 23.