Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 32
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
kemur vel heim við þetta. Sr. Jón var prestur í Miklagarði í Eyjafirði,
þegar Sigurður ferðaðist um Norðurland 1856.
52 Jón Thoroddsen (1818—1868) sýslumaður, skáld. Blýantsteikn-
ing, 23.3 X 18.2 cm. Áritun í vinstra horni að neðan, á ská: Sigurör
Guðmundsson 1854, og er myndin samkvæmt
því gerð í Kaupmannahöfn á námsárum beggja.
Myndin er sæmilega varðveitt, þó lítið eitt blett-
ótt, einkum neðst. 1 ramma undir gleri.
Myndin er eign Þjóðminjasafns, skráð Þ. & Þ.
Th. 162. Kom til safnsins 6. apríl 1922 með öðr-
um gripum sem Þorvaldur og Þóra Thoroddsen
ánöfnuðu safninu.
1 Þjóðminjasafni er til steinprent (2 eintök,
Mms. 234 og 18409) með mynd Jóns.1) Á stein-
prenti þessu er letrað að neðan til vinstri:
Sigurðr Gudmundsson 1853 og neðar einnig áprentuð dagsetningin
11/2 1855, en ofan við hana og til hægri stendur prentað
með rithendi Jóns: Me'ö vorinu máttu skrifa mig í Haga . .
J. Þ. Thoroddsen, og koma þau orð vel heim við dagsetninguna.
Að loknu laganámi í Kaupmannahöfn 1853—54 fékk Jón Barðastrand-
arsýslu og settist að í Haga 29. júní 1855. Steinprentið er svo líkt
áðurnefndri blýantsteikningu að það væri áreiðanlega talið gert eftir
henni ef ekki bæri á milli um tímasetningar áritana teikningar og
prents (1854, 1853). En fleira kemur og til. Framan við kvæðabók
Jóns sem gefin var út í Kaupmannahöfn 1871 er nákvæmlega
sams konar steinprent og lýst er hér að framan. Um þá mynd segja
útgefendur í formála sínum: „Mynd höfundarins fylgir kvæðum
þessum; hana hefir dregið upp Sigurður málari Guðmundarson 1853
hér í Kaupmannahöfn, eins og myndin sjálf ber með sér, en eigand-
inn, málaflutníngsmaður Jón Guðmundsson í Reykjavík, hefir góð-
fúslega léð frummyndina félaginu til að mynda eptir. Orðin sem
undir standa eru úr bréfi til Gísla Brynjúlfssonar, rituðu skömmu síð-
ar, og höfum vér fengið það til láns fyrir góðvild eigandans."2)
1 Minningabók sinni víkur Þorvaldur Thoroddsen að mynd Sigurð-
ar af föður sínum og segir að hún sé „ekki góð“, en verri sé þó „eft-
irmyndin af henni“ framan við fyrstu útgáfu kvæðabókarinnar.3)
Orð Þorvalds benda ekki til að hann þekki nema eina slíka mynd eftir