Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 34
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
x) Matthías Þórðarson, íslenzkir listamenn (Rv. 1920), bls. 50. 2) Ljóðmæli og
önnur rit, eptir Jónas Hallgrímsson (Kh. 1883) ; sbr. Matthías Þórðarson, Mynd-
ir af Jónasi Hallgrímssyni. Óðinn 4. ár, 3. blað (Rv. 1908), bls. 17.
54 Kristín Jónsdóttir Krabbe (1841—1910) húsfreyja, Kaupmanna-
höfn. Blýantsteikning, 29 X 22.5 cm, á móleitan pappír. Áritun í
hægra horni að neðan, nokkuð á ská: Sigurör
Gu'bmundsson 1859. Myndin er í gömlum ramma
undir gleri. Samkvæmt árituninni er hún gerð
í Reykjavík eftir heimkomu Sigurðar. Má í því
sambandi minnast þess að mikil vinátta var
með þeim Sigurði málara og Jóni ritstjóra Guð-
mundssyni, föður Kristínar, svo sem að framan
getur.
Myndin er í eigu Helgu Krabbe í Kaupmanna-
höfn; fékk hún hana að erfðum eftir föður sinn,
Thorvald Krabbe verkfræðing, fv. vitamála-
stjóra, son Kristínar.1) — I Þjóðminjasafni eru til 4 eftirmyndir: 3
ljósmyndir (Mms. 18917, 18926 og ein ótölusett) og ein prentmynd,
nr. 18960.
!) Upplýsingar frá Helgu Krabbe í bréfi, dags. 10.8. 1977.
55 Kristín Sveinbjarnardóttir Hjaltalín (1833—1879) húsfreyja,
Stykkishólmi. Blýantsteikning.1) Áritun að neðan til vinstri, lítið eitt
á ská: Sigurðr GuSmundsson 1858. Myndin er
mjög vel varðveitt, í nýlegum ramma undir
gleri. Gerð í Breiðafjarðarferðinni.
Eigandi myndarinnar er Ragnar Halldórsson
gjaldkeri, Reykjavík og er hún ættargripur.
Kristín var gift Sören Hjaltalín verslunarstjóra
í Stykkishólmi. Þeirra dóttir var Magdalena,
sem giftist Sæmundi Halldórssyni, kaupmanni í
Stykkishólmi, en þau voru foreldrar núverandi
eiganda.
x) Stærð verður ekki mæld nákvæmlega vegna frágangs við innrömmun, en er
líklega um 30 X 22 cm.