Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 68
74
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um bókum sést að orðið hefir verið notað í þessari merkingu, sbr.
bls. 65-66 hér að framan. Eins og áður er tekið fram, styðst þetta
einnig við það, að orðin mundlaug (mun(n)laug) og vatn(s)lcarl
standa oft saman í máldögum, en þessu er hvergi nærri alltaf svo
farið. Um heimildir frá 17. og 18. öld verður síðar rætt. En hvað
segja máldagarnir um vatn(s)karlinn:
Fyrir kemur, að tilgreint er, úr hverju efni vatn(s)karl er gerð-
ur:
vatn karll aF messingú. D. I. II, 117.
vatnkariar. iiij. ok er hiim fimti med tin. IOD, bls. 125.
Þessi dæmi sýna, að vatn(s)karlar hafa ekki verið allir af sama
efni. Sérstaklega er athyglisvert, að í síðari tilvitnuninni er talað um
fjóra vatnkarla, sem ekki er tilgreint, úr hverju efni eru, en þeir eru
að minnsta kosti ekki úr tini, úr því að svo er sagt um hinn fjórða.
Sumir vatn(s)lmrlar hafa verið á einum fæti eða fleirum:
vatn karl fótbrotinn. IOD, bls. 166.
Þá vitum við, að sumir vatn(s)karlar hafa haft einn stút:
Jtem vatzkall og af stuturinn. D. I. XI, 619, sbr. XI, 653, þar
sem virðist vera um sama vatn(s)karlinn að ræða.
En einnig er getið um vatnskarl með tveimur stútum:
uatzkall til uigs uatnz med loki og teimur stwtum. D. I. VIII,
595 (Ur reikningsskap kirkjunnar á Melum í Melasveit 1516,
frumrit á skinni).
Þess er getið, að vatn(s)karl sé með götum, og verður að gera ráð
fyrir, að átt sé við eðlileg göt, en ekki slitgöt:
j uazkall litell med tueimr gavtum og þar med munnlaug. D. I.
VIII, 266.
Vatn(s)karl gat verið með loki:
vazkall med loki, og annar rifinn. D. I. IX, 330, sbr. einnig dæm-
ið úr D. I. VIII, 595 hér litlu framar.
I eldri máldögum er yfirleitt ekki tekið fram, hvar vatn(s)karlar
hafi verið, en þeir eru taldir til eigna kirkna, biskupsstóla eða
klaustra, og verður því að ætla, að þeir hafi að jafnaði verið í guðs-
húsum. Þó er dæmi frá 1396 um vatnkarl „j skemmu“, sbr. IOD bls.
126. Þegar kemur fram á 16. öld, fáum við að vita, að vatn(s)karlar
gátu verið á ýmsum stöðum utan kirkna. Þannig er vatnskarl „j bisk-
upsstofu“ (D. I. XI, 618—19, sbr. 653), „j bordklefanum“ (D. I. XI,
623), „j vijnkiallara" (D. I. XI, 655), „j sueinaskemmu" (D. I. XI,
855), „j timburstufu" (D. I. XI, 853), „J sudurskiemmu“ (D. I. XV,