Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 27
mannamyndir sigurðar málara
33
42 Jón Eiríksson konferensráð. Lágmynd, kringlóttur gifsskjöldur,
19.4 cm að þvermáli, með upphleyptri brjóstmynd, 14 cm á hæð. Sér
á vinstri vanga. Myndin er gerð eftir kopar-
stungu E. C. W. Eckersbergs, sömu fyrirmynd
og að nr. 41 hér að framan.1) Vönduð að gerð.
Myndin kom til safnsins 19.6. 1886, gjöf frá
erfingjum Bjarna amtmanns Thorsteinssonar,
þeim Árna landfógeta og Steingrími rektor.
Upphaflega skráð Þjms. 2787, endurskráð Mms.
11. Um hana segir Sigurður Vigfússon í safn-
skránni: „ . . . mynd þessa hefir Sigurðr málari
Guðmundsson búið til þegar hann var í Kaup-
mannahöfn, eptir þeirri prentuðu mynd sem er
framan við æfisögu Jóns Eiríkssonar, eptir mynd Sigurðar voru
fleiri myndir steyptar."2) Frá þessari mynd Sigurðar segir víðar.3)
Hún hefur verið gerð snemma á Hafnarárum hans því að Jón ritstjóri
Guðmundsson skrifar í Þjóðólf 1853: „Ábm. á eptir Sigurð 2 lista-
gripi, uppdrátt af íslenzkri stúlku á húfufötum og gipsmynd af Jóni
confrr. Eiríkssyni, sem Sigurður hefir mótað eptir andlitsmynd þeirri,
sem er framan á æfisögu hans . . ,“4) Þetta staðfestir einnig þau orð
Sigurðar Vigfússonar að afsteypurnar hafi verið fleiri en ein þó að
nú sé ekki kunnugt um neina aðra en myndina í Þjóðminjasafni.
]) Sbr. grein um þá mynd, og þau rit sem þar er vísað til; sbr. einnig óprentaða
skýrslu Matthíasar Þórðarsonar um Þjóðminjasafnið 1886, við nr. 2787. 2) Öprent-
uð skrá Þjóðminjasafns um árið 1886 (frumskrá Sigurðar Vigfússonar). :!) Sbr.
Þjóðólf, 40. ár. Nr. 17 (Rv. 1888), bls. 65, einnig sérprentað. 4) Þjóðólfur, 6. ár.
Nr. 13 (Rv. 1853), bls. 151.
43 Jón Guðmundsson (1807—1875) ritstjóri. Eins og vikið er að í
greininni um Hólmfríði Þorvaldsdóttur var til mynd af Jóni eftir
Sigurð. Samkvæmt ljósmyndum hefur áritun
hans verið í hægra horni að neðan, nokkuð á
ská: SigurSr Gu'ömiindsson 1859. Myndin hefur
því verið gerð í Reykjavík, enda voru á þeim
árum mikil samskipti með Jóni og Sigurði.
Síðast átti myndina sonardóttir Jóns, Þuríð-
ur Sigurðardóttir. 1 greininni um mynd Hólm-
fríðar Þorvaldsdóttur (nr. 36, sjá þar) segir frá
afdrifum beggja þessara mynda. Eftirmyndir
(ljósmyndir) í Þjms.: Mms. 961, 976, 18927,
18958 og ein ótölusett.
3