Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 163
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS 1976
169
Ferðir safnmanna innanlands voru fjölmargar í rannsóknar- og
eftirlitsskyni og er vart ástæða til að tíunda þær, en þess má þó
geta að þjóðminjavörður fór austur að Egilsstöðum um sumarið, þar
sem opnuð var húsaverndarsýning og sýning á ýmsum munum úr
Byggðasafni Austurlands. Hafði Gunnlaugur Haraldsson einkum séð
um að koma sýningunni upp. 1 sambandi við hana var haldinn á
Egilsstöðum opinn fundur um minjavernd, einkum húsavernd, og
hafði Hörður Ágústsson þar framsögu, en þjóðminjavörður og Vil-
hjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra, sem sat fundinn og var
viðstaddur opnun sýningarinnar, tóku þar einnig til máls. Þá var
einnig haldinn fundur með bæjarstjórn Seyðisfjarðar og framámönn-
um bæjarmála þar um verndun gömlu húsanna í kaupstaðnum, en
þar er mikill áhugi á þeim verndunarmálum og hafa verið teknar
ákvarðanir um varðveislu nokkurra merkra húsa og ber þar hæst
símstöðina gömlu. I ferðinni skoðaði þjóðminjavörður einnig Þing-
múlakirkju sem verið er að gera allrækilega við.
Gamlar byggingar.
Gamall hjallur í Vatnsfirði við Isafjarðardjúp var tekinn á forn-
leifaskrá og gert vel við hann, en þessi hjallur er einstakur í sinni
röð nú. Önnuðust þeir Sigurþór Skæringsson, Jóhann G. Guðnason
°g Víglundur Kristjánsson viðgerðina.
Víðimýrarkirkja hlaut vandaða viðgerð, en torfverkið allt, veggir
og þekja, var orðið gerónýtt. Sáu þeir Stefán Friðriksson og Stefán
Stefánsson um viðgerðina, en þá voru liðin rétt 40 ár síðan Stefán
Friðriksson gerði kirkjuna upp að veggjum og viðum um það bil
sem safnið eignaðist hana.
öll framhúsin í Laufási við Eyjafjörð hlutu rækilega viðgerð, en
einkum voru veggir og þök illa farin. Magnús Snæbjarnarson sá um
viðgerðina, sem hann hafði byrjað árið áður. Var tekin ýtarleg kvik-
Diynd af torfverkinu og byggingarvinnunni við bæinn, heimildar-
mynd um þennan forna byggingarmáta, og tók Matthías Gestsson á
Akureyri myndina.
1 Selinu í Skaftafelli var talsvert unnið að uppbyggingu stofu-
hússins undir stjórn Gísla Gestssonar 1. safnvarðar, en Gunnar
h*j arnason smiður sá um smíðaverkið.
Sauðahúsið hjá Þykkvabæjarklaustri, sem tekið var á fornleifaskrá
fyrir nokkrum árum, hlaut einnig gagngera viðgerð, en þakið á því