Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 22
28
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Á baklilið spjaldsins stendur: „Mynd af Helga lector Hálfdánar-
syni gjörð af honum sem kandídat 1854 af Sig. Guðmundssyni mál-
ara.“ I skýrslu safnsins eru að efni til sam-
hljóða upplýsingar og eru þær eflaust runnar
frá gefandanum. Samkvæmt þessu er myndin
gerð í Kaupmannahöfn. 1 bréfi til Sigurðar,2)
dags. 26. febr. 1855, segir Helgi: „Jeg skamm-
ast mín fyrir að jeg ekki hef sýnt lit á að
þóknast þjer neitt fyrir myndina, sem þú bjóst
til af mjer og gafst mjer í vor. Jeg hef nú beðið
Skúla að borga þjer 5 rdd af peningum, sem jeg
nú sendi honum ávísun upp á, og bið þig virða
mjer til vorkunar að jeg ekki get látið þetta vera
dálítið meira.“ Myndin kom til safnsins 15.3. 1932, skráð Mms. 5239.
Gefandi var Jón biskup Helgason, sonur Helga lektors.
!) Myndin er þannig frágengin við innrömmun að sjálft myndblaðið verður ekki
mælt né heldur verður gengið úr skugga um hvort áritun er á myndinni. 2) í
bréfum Sigurðar málara í Þjóðminjasafni.
33 Helgi Hálfdánarson lektor. Blýantsteikning, 20 X 16 cm. Áritun
í vinstra horni að neðan, á ská: Sigurdr Guðmundsson 18 . . , en
einhvern tíma hefur verið skorið neðan af mynd-
blaðinu svo að ártalið er skert. Myndin er nú í
svörtum, 1.3 cm br. ramma undir gleri. Mynd-
in má heita vel varðveitt, daufir móleitir flekkir
sjást vinstra megin á myndinni, einnig neðst.
Einhver fyrri eigenda hefur skrifað aftan á
spjaldið: „Helgi Hálfdánarson 26 ára gamall.
Myndin er teiknuð af Sigurði Guðmundssyni
m[álara]“. Samkvæmt þessu ætti myndin að
vera frá árinu 18521) og er þá gerð í Kaup-
mannahöfn. Helgi var þar þá við nám, og getur
þetta vel staðist. Eigandi myndarinnar er Páll Líndal borgarlögmaður.
Álfheiður, dóttir Helga lektors, var seinni kona Páls Briem amt-
manns, en dóttir þeirra var Þórhildur, móðir núverandi eiganda.
Sbr. t. d. sýningarskrána frá 1958, sem áður er vitnað til (sjá nr. 2).