Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 80
86
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
stjörnufræði hafa verið kunn hér á 13. og 14. öld. En einkennilegt er,
að sams konar þýðingar koma fyrir í grannmálunum á stj örnufræði-
orðinu aquarius. Þannig er til waterman í ensku frá 1565 og water-
bearer frá 1594 (NED). 1 miðháþýzku er til wassermann um stjörnu-
merkið — Grimm hefir dæmi frá 1440. 1 dönsku heitir stjörnumerkið
Vandmanden og í sæ. Vattuman(nen). Islenzkan hefir hér, eins og
oftar, elztar heimildir. Verður því ekki fullyrt, að samband sé t. d.
milli ensku og íslenzku, þótt enskan hafi beinar samsvaranir: water-
bearer=vatn(s)beri og waterman=vatnkarl. Þetta vandamál skortir
mig heimildir til að leysa á fullnægjandi hátt. Ég verð því að sætta
mig við þá tilgátu, að enskir og íslenzkir orðasmiðir hafi þýtt latneska
orðið aquarius á sama hátt, þó að erfitt sé að verjast þeirri hugsun,
að eitthvert samband sé á milli þessarar orðasmíðar.
En svo ósennilegt sem það er, að ekkert samband sé á milli ensku
og íslenzku orðanna um stjörnumerkið, er þó enn fjarstæðara, að
ekkert samband sé milli orðsins vatnlcarl í stjörnufræði og orðsins
vatn(s)karl í kirkjumáli.
Til lausnar þessu máli er vert að athuga latneska orðið aquarius
í sambandi við vatnsílát. Eins og áður er sagt, er latneska orðið að
uppruna lýsingarorð. Það er kunnugt úr klassískri latínu í ýmsum
samböndum, t. d. með orðum, sem merkja ,kanna‘ eða ,ker‘, t.d. vas
aquarium ,vatnsker‘ og urceus aquarius ,vatnskanna‘. Ég hefi ekki
fundið neitt kvenkennt ílátsheiti, sem orðið stóð með, en svo hlýtur
að hafa verið, eins og orð, sem af kvenkyninu eru leidd, sýna. Mætti
hugsa sér *olla aquaria, *urna aquaria eða *situla aquaria, og fleiri
orð kæmu til greina.
Fyrr greind orðasambönd hafa orðið fyrir brottfalli stofnliðar,
þannig að einkunnarliður einn stendur eftir, sbr. t. d. að nón er orðið
til úr nona hora. Um liðfall af þessu tæi er annars rætt í HHMerk.
40—41. Skulu nú færð rök að framangreindu liðfalli með saman-
burði við nokkur mál. Enska orðið eiver ,vatnskanna‘ telur Webster
1966 vera komið úr ffr. evier, sem runnið sé frá alþýðulatínu aquari-
um, sem sé orðið til við liðfall úr lat. vas aquarium. (Evier er enn
til í frönsku í merkingunni ,uppþvottaskál‘). Klein skýrir ewer á
svipaðan hátt, en rekur allt miklu nánara og að mér virðist senni-
legar. Hann segir, að ewer sé komið inn í me. úr anglófrönsku ewiere,
ewer og samsvari ffr. aiguiere (fr. aiguiére), sem komið sé úr forn-
próvensölsku aiguiera ,vatnsker‘ og runnið frá alþýðulatínu aqudria.
Hann minnir einnig á, að fyrir komi í latínu vds aqudrium ,vatnsker‘.
En vitanlega hlýtur, skv. þessari skýringu, brottfallna orðið að vera