Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 19
MANNAMYNDIR sigurðar málara
25
(Mms. 31, áður Þjms. 4344). Á spjaldinu undir
brjóstmyndinni stendur með skrifstöfum: S. P.
Eign Þjóðminjasafns, skráð Mms. 4364. Kom
til safnsins 30.9. 1926, en þá gaf Daníel Daníels-
son „fjórar mannamyndir teiknaðar af Sig. mál-
ara Guðmundssyni“ og er þessi talin þar á meðal.
Ekki verður sagt að handbragð Sigurðar sé
auðsætt á myndinni, en jafnvel þótt hann ætti
þar einhverja blýantsdrætti hefur hún lítið sjálf-
stætt gildi.
27 Gunnlaugur Oddsson1) (1786—1835) dómkirkjuprestur, Reykja-
vík. Blýantsteikning, 29.3 X 22 cm, límd á spjald. Ekki árituð, en
nieð auðþekktu handbragði Sigurðar. Líklegast
er að hún sé gerð eftir olíumálverki því af Gunn-
laugi sem nú er í Þjóðminjasafni (Mms. 30, áð-
ur Þjms. 4343) og þangað kom 30.12. 1896
frá Landsbókasafni.
Eigandi teikningarinnar er Halldór Gunn-
laugsson cand. theol., hreppstjóri, Kiðjabergi, en
bann er dóttursonarsonur sr. Gunnlaugs Odds-
sonar. Ekki er ólíklegt að myndin hafi verið
látin fylgja nafni og þessvegna komist í eigu
Gunnlaugs J. H. Þorsteinssonar á Kiðjabergi,
föður núverandi eiganda. 1 Þjóðminjasafni er til ein óskrásett eftir-
mynd, tekin á Kiðjabergi 5.6. 1975.
Ýmist nefndur svo eða Oddsen.
28 Halldór Jónsson (1810—1881) prestur, Hofi,
Vopnafirði. Blýantsteikning, 30 X 24 cm. Árit-
un í vinstra horni að neðan, á ská: Sigur'ðr Guð-
'mundsson 1859. Samkvæmt ártalinu hlýtur
myndin að vera gerð í Reykjavík; sr. Halldór
sat á Alþingi á þessum tíma.
Eigandi Halldór Gunnlaugsson cand. theol.,
hreppstjóri, Kiðjabergi. Kona sr. Halldórs á
Hofi, Gunnþórunn, var dóttir sr. Gunnlaugs
Oddssonar og því ömmusystir Halldórs Gunn-
laugssonar.1)