Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 15
mannamyndir sigurðar málara
21
að: Gísli Háhonarson Lögnmður og' neðar: 184-9.
Myndin er gerð eftir málverki sem var í Hóla-
kirkju, en nú er glatað. I vísitasíu Hólakirkju
frá 1860 segir, þar sem taldar eru upp myndir
í kirkjunni: „ . . . en andlitsmind Gísla lögmans
Hákonarsonar ... er niður fallin ónýt og komin
til Sigurðar málara Guðmundssonar.“1)
Allar þekktar myndir af Gísla lögmanni eru
runnar frá þessari eftirmynd Sigurðar. Myndin
sem prentuð er í Sögu íslendinga, 5. bindi2) hef-
ur nokkra sérstöðu, en ekkert sjálfstætt heim-
ildargildi, því að hún er eins og hinar gerð eftir mynd Sigurðar.3)
1) Kirkjustóll Hólakirkju í Hjaltadal 1784—1918, bls. 198, í Þjskjs. 2) Páll Eggert
Ólason, Saga íslendinga. Fimmta bindi. Seytjánda öld (Rv. 1942), bls. 52. 3)
Matthías Þórðarson þjóðminjavörður mun hafa látið Brynjólf Þórðarson list-
málara gera þá eftirmynd (sem er olíumálverk, áritað BÞ 1923) og er hún nú
í eigu Sigríðar Matthíasdóttur.
18 Gísli Konráðsson (1787—1877) fræðimaður, sagnaritari. Blýants-
teikning, 14 X 16.5 cm, á blaði sem hefur verið límt inn í Mynda-
bókina. 1 neðra horni til vinstri stendur skrif-
að: 1849. september, en á blaðinu neðan við
niyndina: Gísli Konraösson. Líklega er myndin
gerð rétt áður en Sigurður fór utan til náms, en
það var einmitt í september 1849. Ummæli Pét-
urs bróður hans í bréfi dags. á Jónsmessu
1861,i) má ef til vill skilja svo að hann hafi gert
þessa mynd eftir minni.
x) í bréfasyrpu Sigurðar í Þjóðminjasafni.
19 Gísli Konráðsson sagnaritari. Lágmynd, sorfin í blágrýti með
þjalaroddi,1) 11.8 X 7 cm. Undir andlitsmyndinni, sem er hægri
vangamynd, standa stafirnir G K S.
Eign Þjóðminjasafns, skráð Þjms. 1026. Barst safninu 24.2. 1875
úr dánarbúi Sigurðar málara, ánafnað af honum sjálfum. 1 safn-
skýrslu segir Sigurður Vigfússon m. a.: „ . . . Þessa mynd hefur Sig-
urður málari gjört, þegar hann var ungur í Skagafirði, eg held fyrir