Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 53
mannamyndir sigurðar málara
59
mistekizt, að þar eru aug-un hvassari og harðari og brýnnar þýngri,
en hann átti að sér, eins að því að andlitið er svo fölt og horfið, og er
hvorttveggja ljósmyndinni að kenna, sem þessi mynd er tekin eptir.
En ljósmyndin var tekin af honum vorið 1846, er hann var nýstað-
inn upp úr mislíngasóttinni; var hann þá á 6. árinu um fimtugt.“3)
Prentaða myndin framan við útgáfuna er spegilmynd teikningarinnar,
en að öðru leyti nokkuð lík. Stungan eða réttara sagt steinprentið hef-
ur verið gert hjá Em. Bærentzen & Co lith. Inst. Sú prentmynd
hefur líklega komið út í talsverðu upplagi, því að í Þjóðólfi er hún
auglýst til sölu um þetta leyti.4) I Mannamyndasafni er til eitt eintak
af henni, nr. 5764.
I bréfaskiptum Jónanna er Sigurður málari hvergi nefndur á nafn
í sambandi við gerð myndarinnar, en á þessum tíma (veturinn
1855—56) dvelst hann í Kaupmannahöfn.
I hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík er olíumálverk af Svein-
birni eftir Brynjólf Þórðarson, gjöf frá 25 ára stúdentum 1923. Virð-
ist það vera gert eftir teikningu Sigurðar, en ekki steinprentinu.
Eigandi teikningarinnar er Erla Egilson í Reykjavík. Sem áður
getur átti Þorsteinn Egilson kaupmaður, afi núverandi eiganda, mynd-
ina, en eftir hann ekkja hans Rannveig, f. Sívertsen. Erla keypti
myndina úr dánarbúi Rannveigar 1932.5)
1) Öprentuð minnisgrein frá 6. okt. 1907. I syrpu Sigurðar málara í Þjóðminja-
safni. 2) Sjá t. d. Úr fórurn Jóns Árnasonar. Sendibréf. Fyrra bindi (Rv.1950),
bls. 42, 45, 48, 51, 55 og 58. 3) Rit Sveinbjarnar Egilssonar rektors og drs. tlieol.
Annaö bindi. Ljóðmæli (Rv. 1856), bls. LXVIII, nm. 4) Þjó'ðólfur 8. ár, 4.—5. tbl.
(Rv. 1855), bls. 24. 5) Upplýsingar frá Erlu Egilson 12. ágúst 1977.
96 Sveinbjörn Hallgrímsson (1815—1863) prestur, Glæsibæ. Um
mynd nr. 3978 í Mannamyndadeild Þjóðminjasafns segir Matthías
Þórðarsoh 24.10. 1925: „Ljósmynd af sjera
Sveinbirni Hallgrímssyni .. . eptir teiknaðri
mynd eptir Sigurð málara Guðmundsson . . . Ó-
víst er hvort frummyndin er til enn eða ekki."1)
Gefandi fyrrnefndrar ljósmyndar var Kristín,
dóttir sr. Sveinbjarnar. Líklegt er að frum-
myndin hafi verið blýantsteikning af hinni al-
gengu gerð, sennilega teiknuð í Norðurlandsferð
Sigurðar sumarið 1856; þá var Sveinbjörn að-
stoðarprestur Hallgríms H. Thorlacius á
Hrafnagili og bjó á Akureyri. Reyndar