Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 106
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
síður vel inn í austurlenskt umhverfi en skrautverkið á öðrum beit-
um af austurlenskri g-erð. Samsetning af pálmettum og uppundning-
um birtist snemma í Austurlöndum nær, einnig í egypskri og grískri
list, og munstrið á Lundarbeitinni, röð af pálmettum milli raða með
hlaupandi hundi, finnst á grískum vasa ekki seinna en frá 7. öld f.
Kr. Pálmettur í hj artalöguðum umgerðum, oft myndaðar úr tveimur
samhliða akantusteinungum, eru jafngömul efnisatriði og koma iðu-
lega fyrir í sassanídískri og íslamskri list. Nefna má súluhöfuðin á
lágmyndunum í Táq-e-Bostán og þrykkta og þrýsta upphleypta skreyt-
ið frá Sámarrá og Lashkarí-Bázár, til að ná sambandi við þá staði
þar sem málmslegnu beltin er að finna. Verulega góða hliðstæðu hef
ég ekki fundið, en hins vegar náskyld munstur (9. mynd). Ekki er
enn hægt að nota málmgreiningu Lundarbeitarinnar til að ákvarða
uppruna hennar, af því að samanburðarefni vantar að mestu leyti.
En benda má á að í Norður-Evrópu þekkjast ekki bronshlutir frá vík-
ingaöid með álíka háu tininnihaldi, sem gerir málminn mjög harðan.
Frá því snemma á íslömskum tíma á austurírönsku landsvæði þekkj-
ast hins vegar mörg bronsker, sem reynt hefur verið að láta líkj-
ast silfri og hafa hátt tininnihald. Þegar á allt er litið verður endan-
leg afstaða til aldurs og uppruna Lundarbeitarinnar að hvíla í hendi
framtíðarinnar.
Víkingaöldin var norrænum þjóðum tími djarflegra landnámsleið-
angra, verslunarferða og herhlaupa. Á þessum tíma byggðist Island,
afskekkt ey í miðju Norður-Atlantshafi. Þjóðfélagið sem þar var til
stofnað var að mörgu leyti höfðingjaveldi. Efnamennirnir voru höfð-
ingjar í byggðum sínum. Þeir fóru oft til útlanda og voru vel séðir
gestir og hirðmenn við hirðir erlendra konunga. Minningar um þetta
geymast í kvæðum og sögum. Vitaskuld veita þessi bókmenntaverk
ekki áreiðanlega vitneskju um landið á víkingaöld, enda hefur forn-
leifafræðin breytt myndinni að nokkru. Grafir eru sjaldan mjög rík-
mannlega úr garði gerðar og margir eyðibæir bera vitni um harða lífs-
baráttu. En fornleifafundir tala einnig sínu máli um þá stéttarvit-
und og sambönd við umheiminn sem sögurnar birta. Hvergi á Norð-
urlöndum hefur það verið eins algengt að hestur hafi verið lagður í
gröf hins látna og á Islandi.14 Haugféð er yfirleitt með norskum
eða samnorrænum svip, en tiltekin séreinkenni sýna að Islendingar
hafa þegar á víkingaöld leitað annarra leiða en móðurþjóð þeirra í
Noregi og efnt til sinna eigin sambanda við umheiminn. Eins og eðli-