Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 113
BROT ÚR SÖGU FLATATUNGUFJALA
119
innandyra. Ekki hefur verið fátítt að rifinn væri g-amall skáli og
annað hús reist í staðinn. Hafi nú þetta fyrir borið í Flatatungu, hefur
brakið úr „Þórðarskála“ verið notað í nýsmíðina og má nærri geta að
dómsdagsmyndin riðlaðist. Einnig er hægt að gera því á fæturna, að
myndin hafi aldrei verið til heil í Flatatungu, heldur borizt þangað
sem ósamstæður fjalviður.7 En hvort heldur nú var: að forn skáli
í Flatatungu hafi verið ofan tekinn í tíð Egils Hólabiskups og annar
smíðaður ellegar myndfjalirnar komið þangað ósamstæðar í
fyrstu, þá voru þær svo ruglingslegar um 1820—30 að höfuð, hendur
og fætur lágu sem hráviður um öll þilin. Sigurður Guðmundsson áleit
að búið væri að „breyta þeirri upprunalegu reglu talsvert“, myndirn-
ar sætu þó út af fyrir sig rétt, þ. e. dreifðar um þilin, en brenglaðar
innbyrðis.
Dr. Selma Jónsdóttir gengur að því vísu að dómsdagsmyndin hafi
í öndverðu prýtt vegg „í hinum nafnkennda Flatatunguskála, sem
að líkindum hefur staðið lítt breyttur allt fram á 19. öld,“ ritar hún8
og styðst við Sigurð Guðmundsson. En þetta getur ekki komið heim,
skálinn tók einmitt gjörbreytingu, hafi myndin upprunalega verið
þar í réttu horfi á einum vegg. Orðin „þolanleg röð“ í penna Sigurð-
ar hafa ekkert gildi, þar eð þau miðast við forsendur (bardaga Þórðar
hreðu) sem dr. Selma sannar sjálf að eru rangar.
III
Eftir miðjan ágústmánuð 1839 gerði Jónas Hallgrímsson ferð
sína í Skagafjörð frá Steinsstöðum í Öxnadal, einkanlega til þess að
rannsaka brúnkolalög sem sagt var að fyndust í Skagafjarðardölum.9
Á vesturleið kom hann að Flatatungu og skoðaði skálaf j alirnar frægu.
Segir hann frá þeim fyrstur manna í riti á síðari tímum, svo kunnugt
sé, í bréfi til Finns Magnússonar prófessors, dagsettu á Steinsstöðum í
Öxnadal 29. september 1839.10 Þá hafði sá skáli, sem heimildarmenn
Sigurðar Guðmundssonar kynntust, verið tekinn ofan. „Nú eru ekki
eftir nema 4 fjalir,“ skrifar Jónas og miðar við baðstofusúðina, en
þangað voru þær þá komnar. Kálund taldi þar síðar 5 fjalir, og árið
1886, þegar Sigurður Vigfússon kom að Flatatungu, fann hann
fjalir í búrinu, 5 að tölu, og víðar í bæjarhúsunum kvað hann vera
„slátur úr hinum nafnkennda skála í Flatatungu1'.11
I bréfi sínu til Finns Magnússonar segir Jónas ekki orð um út-
skornar fjalir fornar í Bjarnastaðahlíð. Á rannsóknarferðum sínum
svipaðist hann mjög um eftir fornum menjum, þekkti þar á ofan tals-