Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 100
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
unnar ætti vafalaust að vera unnt að ganga úr skugga um viss grund-
vallaratriði varðandi uppruna, þegar um jafn útbreiddan hlutaflokk
og austurlensku beitirnar er að ræða.
Austurlenskar beitir á NorSurlöndum.
Eins og áður segir þekkjast austurlenskar beitir frá víkingaöld á
Norðurlöndum, bersýnilega vegna langferða norðurmanna gegnum
Rússland. Hlutir af þessari tegund ná þó yfirleitt ekki lengra vestur
en til Svíþjóðar. Fyrir utan Lundarbeitina er enn ekki kunnugt um
nema eina beit lengra í vestri, og hún fannst í kaupstaðnum Heiðabæ
í Slésvík-Holstein, við suðvesturhorn Eystrasalts. Einn af þeim stöð-
um þar sem beitirnar birtast fyrst er Bjarkey (Birka), sænski kaup-
staðurinn í Leginum (Málaren). Þar hafa fundist austurlenskar
silfurbeitir, sem breytt hefur verið í skrauthengi, í mörgum kvenna-
gröfum frá 9. öld eða þar um bil. Sumar þessara beita hafa sérmerki-
legt skreyti með nýralöguðum blöðum og eiga svo nánar hliðstæður
í Suðaustur- og Austur-Rússlandi og Norður-Kákasíu, að þær eru
með öruggri vissu innfluttar frá þessum löndum, eins og líka Arne
hélt fram. Hann ættfærði þessa list til khazaríska ríkisins, einkum
við neðanverða Volgu, og taldi að beitirnar hefðu borist til Eystra-
salts á verslunarleiðum norðurmanna eftir Volgu.
Á 10. og 11. öld fjölgar austurlenskum beitum verulega og þær
dreifast jafnar um Rússland, austurbaltnesku löndin, Finnland og
Svíþjóð. Frá þessum öldum hafa fundist, jafnvel alla leið vestur í
Svíþjóð, bæði einstakar beitir, útbúnar sem skartgripir kvenna, og
einnig heil belti og beltispokar í gröfum karlmanna.12 Torvelt er að
kveða nánar á um uppruna þessara beita. Arne lét sér þann skilning
nægja í „La Suéde et l’Orient“ 1914 að beitirnar væru aðallega frá
þeim löndum í Suðaustur-Rússlandi sem Khazarar réðu yfir, en ef
til vill einnig frá Persíu og löndunum austan Kaspíahafs, og að þær
hefðu borist til Norðurlanda eftir Volguleiðum. 1 seinni ritum benti
hann á þann úrkost, að hjartalagaðar, skjaldmyndaðar og ferkantað-
ar bronsbeitir með pálmettuskrauti frá um 10. öld hafi verið fluttar
inn frá Vestur-Túrkestan, einna helst Buchara og Samarkand, en þar
var hann á ferð 1929 og komst í kynni við fjöldann allan af svipuð-
um beitum. Þetta er ekki ósennilega til getið. Frá kjarna Samanída-
veldisins í Vestur-Túrkestan er megnið af arabískum myntum frá 10.
öld, sem fundist hafa á Norðurlöndum. En þangað til gerð hefur verið
fyllri grein fyrir útliti beitanna í V.-Túrkestan og veigamestu löndum