Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 100

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 100
106 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS unnar ætti vafalaust að vera unnt að ganga úr skugga um viss grund- vallaratriði varðandi uppruna, þegar um jafn útbreiddan hlutaflokk og austurlensku beitirnar er að ræða. Austurlenskar beitir á NorSurlöndum. Eins og áður segir þekkjast austurlenskar beitir frá víkingaöld á Norðurlöndum, bersýnilega vegna langferða norðurmanna gegnum Rússland. Hlutir af þessari tegund ná þó yfirleitt ekki lengra vestur en til Svíþjóðar. Fyrir utan Lundarbeitina er enn ekki kunnugt um nema eina beit lengra í vestri, og hún fannst í kaupstaðnum Heiðabæ í Slésvík-Holstein, við suðvesturhorn Eystrasalts. Einn af þeim stöð- um þar sem beitirnar birtast fyrst er Bjarkey (Birka), sænski kaup- staðurinn í Leginum (Málaren). Þar hafa fundist austurlenskar silfurbeitir, sem breytt hefur verið í skrauthengi, í mörgum kvenna- gröfum frá 9. öld eða þar um bil. Sumar þessara beita hafa sérmerki- legt skreyti með nýralöguðum blöðum og eiga svo nánar hliðstæður í Suðaustur- og Austur-Rússlandi og Norður-Kákasíu, að þær eru með öruggri vissu innfluttar frá þessum löndum, eins og líka Arne hélt fram. Hann ættfærði þessa list til khazaríska ríkisins, einkum við neðanverða Volgu, og taldi að beitirnar hefðu borist til Eystra- salts á verslunarleiðum norðurmanna eftir Volgu. Á 10. og 11. öld fjölgar austurlenskum beitum verulega og þær dreifast jafnar um Rússland, austurbaltnesku löndin, Finnland og Svíþjóð. Frá þessum öldum hafa fundist, jafnvel alla leið vestur í Svíþjóð, bæði einstakar beitir, útbúnar sem skartgripir kvenna, og einnig heil belti og beltispokar í gröfum karlmanna.12 Torvelt er að kveða nánar á um uppruna þessara beita. Arne lét sér þann skilning nægja í „La Suéde et l’Orient“ 1914 að beitirnar væru aðallega frá þeim löndum í Suðaustur-Rússlandi sem Khazarar réðu yfir, en ef til vill einnig frá Persíu og löndunum austan Kaspíahafs, og að þær hefðu borist til Norðurlanda eftir Volguleiðum. 1 seinni ritum benti hann á þann úrkost, að hjartalagaðar, skjaldmyndaðar og ferkantað- ar bronsbeitir með pálmettuskrauti frá um 10. öld hafi verið fluttar inn frá Vestur-Túrkestan, einna helst Buchara og Samarkand, en þar var hann á ferð 1929 og komst í kynni við fjöldann allan af svipuð- um beitum. Þetta er ekki ósennilega til getið. Frá kjarna Samanída- veldisins í Vestur-Túrkestan er megnið af arabískum myntum frá 10. öld, sem fundist hafa á Norðurlöndum. En þangað til gerð hefur verið fyllri grein fyrir útliti beitanna í V.-Túrkestan og veigamestu löndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.