Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 66
72
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
átt, og fleira kemur til, er síðar verður rakið. Hér er óþarfi að rök-
styðja þetta nánara að sinni, enda munu fræðimenn ekki um þetta
deila. En hitt er víst, að orðið hefir haft víðari merking’u eins og dæm-
ið úr Heilag II 485 (sbr. bls. 65-66 að framan) sýnir, en þar er orðið
notað um drykkjarker og er þýðing á lat. urceus aquæ. Skal nú rakið
hið helzta, sem fræðimenn hafa að segja um vatnsílát í íslenzkum
(norrænum) kirkjum. Wallem farast svo orð:
„Formen af disse vandkander har utvivlsomt ligesom navnet
været meget varierende, men der er al grund til at tro, at der
i de islandske kirker gjennemgaaende blev brugt saadanne
aquamaniler, som i saa stort antal er kjendt fra andre lande,
især formet som dyreskikkelser“. DIKUM 81.
Guðbrandi Jónssyni er ljóst, að þvottavatnsílát í kirkjum voru með
ýmsu móti. Hann segir:
„Koma fyrir þessi nöfn á þvottavatnsílátum (aquamanilia):
kanna, vatndýr, horn og vatnskall. Það er enginn efi á því, að
vatnskall gat einnig verið þvottavatnsílát . . . Það var algengt,
að slíkar könnur væru í dýrslíki og eru tvær slíkar til“. Dóm. 356.
Aron Andersson farast svo orð um vatnskönnur í kirkjum í KLNM,
undir Liturgiska kdrl:
„Till hándernas vattenbegj utning anvándes originellt djurfor-
made kannor i brons el. mássing (aquamanile), allm. i Eur. allt-
sedan korstágstidevarvet och sannolikt inspirerade av orient.
förebilder (jfr. isl. vatnsdýr). Lejon, hástar, enhörningar, gri-
par, centaurer och ryttare . . . tillhöra de vanligaste modellerna
i dessa kannor, som finnas representerade i flertalet medeltids-
samlingar .. .
En senmedeltida typ av vattenbehállare, ofta upphángd i sa-
kristian el. i koret vid piscinan, utgöres av bukig bronskittel
med tvá pipar (ex. SHM)“. KLNM X, 622—623.
Oluf Kolsrud tilgreinir allnákvæmlega notkun vígðs vatns (aqua
benedicta, aqua lustralis) í ritgerð sinni um Vellcenhornet. Hér er
óþarft að skýra frá því í einstökum atriðum, en í þriðja lið telur hann
það notað „til prestens haandvaskning for messen“. Beretning 311).
Hann segir nokkru síðar:
1) Þess má geta, að Guðbrandi Jónssyni farast svo orð: „Voru þessir hand-
þvottar og ýmsir fleiri gjörðir úr venjulegu vatni“. Dóm. 356. Hér skiptir
þetta ekki máli. Samkvæmt íslenzkum heimildum voru vatnskarlar, að minnsta
kosti stundum, notaðir undir vígt vatn.