Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 43
mannamyndir sigurðar málara
49
1) Verður ekki mæld nákvæmlega vegna frágangs við innrömmun. L>) Þær eru
taldar eigendur myndarinnar í áðurnefndri sýningarskrá (sbr. t. d. nr. 2), nú
báðar látnar. s) Sbr. bréf dags. þann dag.
74 Pétur Guðmundsson (1832—1902) prestur,
10.3 X 8.6 cm, límd inn í Myndabókina. Undir
S G 1849 Pétur Guðmundsson í Maí. Líklega má
líta á þessa mynd Sigurðar af bróður sínum sem
gaman- eða skopmynd.1)
Myndin er eign Þjóðminjasafns, ótölusett. Áð-
ur hefur verið gerð grein fyrir hvernig safnið
eignaðist bókina.
’) Sbr. Lárus Sigurbjörnsson, op. cit., bls. 105.
Grimsey. Litmynd,
myndinni stendur:
75 Pétur Pétursson (1808—1891) biskup. Blýantsteikning, 29.5 X
23.5 cm. Áritun í vinstra horni að neðan, á ská: Sigurðr Giiðmunds-
son 1859. Myndin samkvæmt því gerð í Reykja-
vík. Vel varðveitt, en blökk, smárakablettur í
efra horni til vinstri. 1 gylltum ramma undir
gleri.
Eign Þjóðminjasafns, skráð Mms. 4282. Kom
í safnið 14.12. 1925, ánafnað af Elínborgu Thor-
berg landshöfðingjafrú, Kaupmannahöfn, en
hún var dóttir Péturs biskups.
76 Randrup, Niels Anker Secher (1819—1888) lyfsali, Reykjavík.
Af bréfum til Sigurðar frá Magnúsi Stephensen, síðar landshöfð-
iugja, kemur fram að Sigurður hefur gert mynd af Randrup, gegn
10 rd. þóknun.1) Bréfritari talar um þetta í kersknistón, er helst að
skilja að honum hafi ekki fundist það vera Sigurði samborið.
Randrup lyfsali fluttist búferlum til Kaupmannahafnar 1877 og
er líklegt að myndin hafi borist þangað.
Dags. 26. ág. og 15. okt. 1859, í bréfasafni Sigurðar málara í Þjms., sbr.
einnig Jón Auðuns, op. cit., bls. 22.
4