Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 105
beit af austurlenskri gerð
111
9. mynd. a) Óglerað leirlcersbrot með þrýstiskreyti, Samarra, írak, frá miðri
9. öld. Hlutfall 2/3. Eftir Sarre 1925. Abb. 35. b) Upphleypt skreyti á þrýstu
ógleruðu leirkeri, Bust, Afghanistan, 11. eða 12. öld. Hlutfáll 1/1. Eftir Gardin
1963, 1S. mynd a. — a) Unglazed potsherd ivith stamped decoration, Samarra,
Iraq, middle of 9th century. b) Relief ornament on moulded unglazed clay vessel,
Bust, Afghanistan, llth—12tli century.
Hliðstæður þær við Lundarbeitina, sem nú hefur verið frá greint,
eru færðar inn á kortið á 8. rnynd. I stuttu máli má segja að beitin
sé ein á báti sinnar tegundar en þó nátengd ýmsum gerðum beita
sem kunnar eru, fyrst og fremst frá löndunum við Eystrasalt og í
Rússlandi. Beitirnar eru frá seinni hluta víkingaaldar, helst 11. öld.
Mörg þau afbrigði sem nefnd liafa verið hljóta af ýmsum ástæðum að
teljast búin til í þeim löndum þar sem þau fundust. Það er þess vegna
hendi næst að ætla að Lundarbeitin sé frá seinni hluta víkingaaldar
og muni vera búin til í Rússlandi eða einhvers staðar við Eystrasalt.
Skorinorðari ályktanir er ekki hægt að draga, meðan við þekkj-
um ekki nákvæmar hliðstæður við íslensku beitina og þekking okkar
á ólarbeitum er eins gloppótt og hún er. Skreytið á Lundarbeitinni
og ættingjum hennar er alls ekki sérausturlenskt, en það fellur ekki