Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 65
71
UM ORÐIÐ VATN (S) KARL
vattz- miklu algengari (og raunar fleiri afbrigði), en í frumbréfum
frá 16. öld eru rithættirnir uazlcall (t. d. D. I. VIII, 266, frá 1508)
og vazkallar (t. d. D. 1. IX, 299, frá 1525) tíðir. Hins vegar er hrein
undantekning að finna ritháttinn vaskall. Um hann hefi ég aðeins
fundið tvö dæmi (D. 1. IV, 465, frumskjal, sbr. bls. 66 hér að fram-
an) og (D. I. XI, 855 frá 1550, Sigurðarregistur). Líkur benda þann-
'ö til þess, að framburðurinn [vahtskhadl] hafi verið tíður. Af rit-
hættinum vatnzkall (D. 1. XI, 623, handrit frá miðri 17. öld) og
vatnzkall (D. I. XII, 645, handrit frá 1601) verður ekki ráðið, að
fi'am hafi verið borið [vahtnskhadl ], heldur er líklegra, að skrifarinn
hafi haft tilfinningu fyrir uppruna orðsins og hagað rithætti sínum
í samræmi við það.
Tortryggilegir eru nokkrir rithættir úr Máldagabók Ólafs Rögn-
valdssonar (Bps. B II 4). Skal fyrst rætt um myndirnar ,váznkal‘ og
,vanz skall’, sbr. bls. 67 hér að framan. Strikið yfir a-inu í fyrri rit-
myndinni getur vart táknað annað en að nefhljóði sé sleppt, þ. e.
,vanznkal‘, eins og prentað stendur í Fornbréfasafni. Myndin ,vanz
skall* virðist tákna hið sama, þótt tvískipting orðsins á þennan hátt
sé undarleg. Víst mætti láta sér detta í hug, að hér væri um dönsk
(dansk-norsk) áhrif að ræða (sbr. d. vand). En slíkum áhrifum er
vart til að dreifa 1461. Ég hygg því, að hér sé aðeins um að ræða
lausungu, sem gerði vart við sig í íslenzkri stafsetningu um þessar
niundir og þetta sýni einungis, að skrifarinn hafi vitað, að í vatns-
kæmu fram hljóðin t, n og s, en annaðhvort ekki kunnað né hirt um
að raða táknum þeirra rétt. Ritmyndirnar uaztkall og vadzskal bera
einnig vitni um ónákvæmni í stafsetningu, en geta vart táknað annað
en framburðinn [vahtskhac6ll].
Niðurstaðan af þessum bollaleggingum er sú, að frá 14. öld eru
til bæði myndin vatnkarl og vatnskarl og kunna þær báðar að vera
npprunalegar. Framburðurinn á 14. öld virðist almennt hafa verið
[-kharl], en breytast á þeirri öld yfir í [khaglj]. Upprunaleg form
orðsins liggja þannig ljós fyrir.
Skoðanir fræðimanna um merkingu orðsins vatn(s)karl.
Satt að segja veita íslenzkar heimildir frá fyrri öldum ekki ná-
kvæma vitneskju um það, hvernig vatn(s)karlar hafi litið út. Hins
vegar virðist ekki ástæða til að efa, að þeir hafi einkum verið notaðir
við handþvott, venjulega í kirkjum. Hin tíða samfylgd orðsins með
orðinu mundlaug (mun(n)laug) í máldögum bendir ótvírætt í þessa