Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 14
20
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Björnsonar. Elín var lang'amma Margrétar. Trú-
legast er að myndin hafi fylgt nafni, verið áður
í eigu Elínar Stephensen, móður Margrétar, en
hún var sonardóttir Elínar landlæknisfrúar.
1 bók sinni um Sigurð málara segir sr. Jón
Auðuns eftirfarandi sögu sem Eufemía Waage
sagði honum eftir föður sínum, Indriða Einars-
syni:„ Sigurður var að teikna mynd af frú Elínu
Thorstensen, en var í slæmu skapi meðan hann
vann verkið og kvað þá, eins og stundum var
siður hans, miður fágaða vísu með sjálfum sér.
En Indriði bætti við: „Og þetta gat hann gert, meðan hann var að
gera mynd af konunni, sem Bjarni kvað sjálf Sigrúnarljóð um.“ “U
]) Jón Auðuns, op. cit., bls. 21.
16 Eyjólfur Einarsson (1784—1865) bóndi, Svefneyjum. Blýants-
teikning, 30.5 X 23 cm.3) Áritun: SigurSr GuSmundsson 1858, á ská í
vinstra horni að neðan. Mjög blettótt af raka
eða fúa. Nú í nýlegum gylltum ramma undir
gleri. Áritun bendir til að hún sé gerð í Breiða-
fjarðarferðinni. Um mynd þessa segir Matthías
Jochumsson, sem þekkti Eyjólf, að hún sé „ein-
hver bezta mynd Sigurðar málara.“2)
Eign Þjóðminjasafns, skrásett Mms. 4361.
Kom til safnsins 30.9. 1926. Gjöf frá Daníel
Daníelssyni dyraverði og ljósmyndara. Að lík-
indum til hans komin frá Sigfúsi Eymundssyni
mági hans (sbr. nr. 11, Daði Níelsson).
Eftir þessari mynd var gert steinprent hjá I. W. Tegner & Kitten-
dorffs lith. Inst. (sbr. t. d. Mms. 6459), en þar stendur að neðan til
vinstri: Sigurdr Gudmundsson del. 1858.
!) Mál þessi tilfærð eftir safnskrá, myndin verður ekki mæld nú vegna frágangs
við innrömmun. 2) Matthías Jochumsson, op. cit., bls. 82.
17 Gísli Hákonarson (1583—1631) lögmaður. Pennateikning litborin,
í Myndabókinni. Brjóstmynd, um 20 X 18 cm. Klæði og hendur teikn-
uð á laust, útklippt blað, um 19 X 18.5 cm, til þess ætlað að leggja
yfir neðri hluta myndarinnar. Undir andlitsmyndinni stendur skrif-