Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 12
18
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
minjasafns, kom til safnsins 26.5. 1906, upphaflega skráð Þjms.
5353, endurskráð Mms. 41. I umgerð undir gleri.
1 Yfirliti yfir muni selda og gefna Forngripa-
safni Islands 19061) segir Jón Jacobson: „(Hr.
Sigurður Sigurðsson). Mynd af Daða Níelssyni
1850 (eftir Sigurð Guðmundsson)." Nákvæmari
skrásetning er í skrifaðri skýrslu Matthíasar
Þórðarsonar:2) „Sigurður Sigurðsson, Trangis-
vaag, Færeyjum: Mynd af Daða fróða Níelssyni.
Brjóstmynd, teiknuð með bleki, sjer á vinstri
vanga. Óeðlileg að ýmsu leyti. Neðst er árt.
1834 . . . Sögð gerð af Sigurði málara Guð-
mundssyni áður en hann fór til Kaupmanna-
hafnar, er þetta þá eptirmynd, gerð eptir frummynd frá 1834. Mynd-
in líkist meir fimmtugum manni en hálf-þrítugum. Hún er í grannri
gyltri umgerð, st. 16.7 X 21.7 . . .“
Jóni og Matthíasi ber hér nokkuð á milli um aldur myndarinnar.
Ártalið 1850 er mjög tortryggilegt og engin rök sjáanleg fyrir því.
Miklu er hitt sennilegra að hún sé gerð fyrr því að hún er bersýnilega
náskyld sumum myndanna sem Sigurður gerði áður en hann fór utan
til náms, og þó sérstaklega hinni myndinni af Daða, þeirri frá 1849
(nr. 11 í skránni). Ef einhverju munar er þessi heldur viðvanings-
legri og gæti því vel verið eldri. Varðandi töluna 1834 sem ártal og
tímasetningu hugsanlegrar frummyndar, þá er fráleitt að þessi mynd
eigi að vera af Daða hálfþrítugum, ef hin á að vera af honum fertug-
um. Kannski merkir talan 1834 eitthvað allt annað.
Enn er allt óljóst um tengsl gefandans við Daða eða Sigurð málara.
J) Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1907 (Rv. 1907), bls. 47. -) 1 Þ.ims.
13 Einar H. Thorlacius (1790—1870) prestur,
Saurbæ, Eyjafirði. I mannamyndasafni Þjóð-
minjasafns eru til 3 ljósmyndir (Mms. 2461,
4383 og 23886) af teikningu, sem minnir mjög
á blýantsteikningar Sigurðar. Ekki verður
greind áritun á ljósmyndunum, sem gæti skorið
úr um höfund frummyndar.
Sr. Einar var prestur í Saurbæ í Eyjafirði
þegar Sigurður ferðaðist um Norðurland sum-
arið 1856. I minnisbókum Sigurðar frá ferða-
laginu kemur fram í athugasemd varðandi til-