Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 36
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
42
58 Kristján Kristjánsson1) (1806—1882) amtmaður. Sigurður mál-
ari hefur gert mynd af Kristjáni, líklega blýantsteikningu af hinni
algengu gerð. 1 Þjóðminjasafni eru til 2 ljós-
myndir af henni. önnur, Mms. 2451, kom til
safnsins 21.10. 1921 frá Valdimar Briem vígslu-
biskupi. Á þeirri mynd má vel greina áritun
Sigurðar í vinstra horni að neðan, á ská: Sig-
ur’ör Guömundsson . . ., en ártalið virðist öld-
ungis ólæsilegt. Hin ljósmyndin, Mms. 5831,
barst safninu 13.9. 1935 frá Sigríði Gunnars-
son úr Stykkishólmi, komin úr búi Eiríks bóka-
varðar Magnússonar í Cambridge.
Sigurður málari og Kristján voru samtíða í
Kaupmannahöfn 1852—54. Síst er þó ólíklegra að myndin sé gerð í
Norðurlandsferð Sigurðar sumarið 1856, en þá var Kristján sýslu-
maður Skagfirðinga og sat í Hofstaðaseli.
Um feril eða afdrif frummyndarinnar er ekkert vitað. Kristján
amtmaður átti enga afkomendur.
') Skrifaði sig venjulega Christian Christiansson.
59 Kristján Magnússen (1801—1871), sýslumaður, Skarði, Skarðs-
strönd. Túskteikning, 9.6 X 7.3 cm. Daníel Daníelsson dyravörður gaf
Þjóðminjasafninu 30.9. 1926 „Fjórar manna-
myndir teiknaðar af Sig. málara Guðmunds-
syni"1) og er þar á meðal mynd af Krist-
jáni sem skráð var Mms. 4363. Á bakhlið mynd-
arinnar hefur Matthías Þórðarson skrifað eftir-
farandi athugasemd: „Sbr. 4246. Þessi (4363) er
gerð eptir henni eða er raunar annað eintak af
þeirri mynd, dálítið teiknað eða málað.“ Mynd-
irnar eru náskyldar, þó að ekki liggi strax í aug-
um uppi hvernig sambandi þeirra er háttað.
Skýringu Matthíasar má draga í efa.
Mms. 4363 er teiknuð á lítið blað (9.6 X 7.3 cm) sem síðan er límt
á nokkru stærra spjald, eða ca. 14 X 10.5 cm. Hún er afar smágerð
og dregin með teiknibleki með mjög grönnum pensli. Hin myndin
(Mms. 4246) virðist einfaldlega vera ljósmynd af Mms. 4363, en
alls ekki fyrirmynd hennar. Matthías álítur að hér liggi til grund-
vallar tvö eintök sams konar Ijósmyndar, munurinn liggi aðeins í því