Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 119
ELSA E. GUÐJÓNSSON
FJÓRAR MYNDIR AF ÍSLENSKA
VEFSTAÐNUM*
Árið 1780 birtist í Ferðabók Olaviusar, sem svo er oftast nefnd,
mynd af íslenskum vefstað,1 er mjög hefur verið vitnað til síðan,
ekki hvað síst í fræðiritum um vefnað og vefstóla fyrri tíma. Mynd
þessi er koparstunga, teiknuð af S. M. Holm og stungin af Haas, eins
og áletrun á henni sýnir (4. mynd). S. M. Holm var Sæmundur
Magnússon Hólm (f. 1749, d. 1821), er um þetta leyti stundaði há-
skóla- og myndlistarnám í Kaupmannahöfn, en varð síðar prestur að
Helgafelli.2 Olavius, er réttu nafni hét Ölafur Ólafsson (f. um 1741,
d. 1788), nam einnig við Hafnarháskóla, en fékkst jafnframt við
fræðandi ritstörf og fór þrjár rannsóknarferðir til Islands á vegum
stjórnarinnar sumurin 1775—1777. Varð hann tollstjóri á Skagen
1779 og í Mariager skömmu áður en hann lést.3 Handritið að ferða-
bókinni vann Olavius upp úr dagbókum sínum veturinn 1778—1779,
en Jón Eiríksson konferensráð sá um útgáfu hennar.4
1 Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1914, í grein sem hann nefndi
>,Ýmislegt um gamla vefstaðinn," birti Matthías Þórðarson, þáver-
andi þjóðminjavörður, aðra mynd af íslenska vefstaðnum eftir Sæ-
J'nund Hólm, sem í ýmsu er frábrugðin hinni fyrri.4a Er það teikning
sem varðveitt er í Konunglegu bóklilöðunni í Kaupmannahöfn (3.
mynd), í Ny kgl. Saml. (Nks.) 1093 fol., hefti með 31 blaði sem á
eru dregnar rúnir, leturgerðir og teikningar.5 Á blöðum þessum eru
einnig myndaskýringar undirskrifaðar af Sæmundi 1778, þar sem
hann greinir frá hvaðan hann fékk fyrirmyndirnar. Segist hann hafa
fengið fjórtán teikningar hjá Olaviusi, og er vefstaðarmyndin, nr.
14, ein þeirra.6
Þótt teikningin af vefstaðnum í Nks. 1093 fol. hafi birst á prenti
þegar árið 1914, er ekki að sjá að erlendir fræðimenn hafi veitt
henni athygli fyrr en Marta Hoffmann skrifaði bók sína um kljá-
steinavefstaði, The Warp-Weighted Loom, er út kom 1964, þar sem
hún meðal annars ræðir um sérkenni íslenska vefstaðarins og vefnað
1 honum. Gerir hún í því sambandi ofangreindum vefstaðannyndum