Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 164

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 164
170 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS er gert upp með mel og sáu gamlir Álftveringar, sem kunnu þessa byggingaraðferð frá fornu fari, um þakninguna. Gísli Gestsson hafði umsjón með verkinu og tók hann heimildarkvikmynd af verkinu þar sem vinnan við melþakið sést glöggt, en þetta hús er hið eina hérlend- is, sem er undir melþaki. Smávegis leifar eru þó af melþaki í gömlu setulofti á Hnausum í Meðallandi. Á Keldum voru framhúsin, skemmurnar og hjallurinn, tekin ofan, veggir endurhlaðnir eftir því sem þurfti og þakið að nýju. Einnig var gamla fjósið austur á túninu og gömul rétt þar hjá hlaðin upp svo og traðirnar. Sér nú fyrir endann á hinni miklu viðgerð gömlu húsanna á Keldum. Sjávarborgarkirkja í Skagafirði er sem nsest fullbúin á ytra borði, en Gunnar Bjarnason dvaldist þar um haustið og sá um að ganga frá klæðningu og einnig gerði hann við hurðina og smíðaði glugga á verk- stæði sínu hér syðra. Eitt mesta átakið var samt að reisa minna verslunarhúsið frá Vopnafirði, Kjöthúsið eða Ullarhúsið svonefnda, á safnsvæðinu í Ár- bæ. Húsið var reist austast og neðst í túninu, neðan við hverfi það af gömlum Reykjavíkurhúsum sem þar hefur myndast. Bjarni Ólafsson smiður sá um verkið, en mjög tafsamt og erfitt reyndist að lesa sam- an viði og gera við þá sem skemmdir voru af fúa. Þurfti að endurnýja allmikið af klæðningu og smíða nær alla glugga að nýju, en grindin var mikið til heilleg. Er húsið að sönnu ekki fullbúið en tiltölulega lítið er þó eftir, aðallega að ganga frá gluggum og hurðum svo og umhverfi hússins. Hús þetta er gríðarlega rúmgott og vel viðað og mjög gott dæmi um reisulegt verslunarhús á verslunarstað á 19. öld, en húsið er talið reist árið 1866. Unnið var að viðgerðum ýmissa annarra húsa úti um land, sem ekki eru beinlínis á vegum safnsins en safnið hefur þó stuðlað að beint eða óbeint að varðveitt yrðu. Reykhólakirkjan gamla, sem tekin var ofan sumarið 1975 og sagt var frá í síðustu skýrslu, var flutt vestur að Saurbæ á Rauðasandi, en heimamenn höfðu þá endanlega ákveðið að taka við henni og end- urreisa í sinni gömlu mynd. Safnið kostaði flutning viðanna vestur og lagði með henni nokkra fjárupphæð, en Hannes Stígsson, sem tók kirkjuna niður, annaðist uppsetningu hennar að nýju og komst hún undir þak um haustið. Möðruvallakirkja í Eyjafirði var loks tekin til viðgerðar og sá Gunnar Bjamason um viðgerðina á vegum safnsins að mestu leyti, en kirkjan er bændakirkja og þurfa aðstandendur hennar því meiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.