Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 166
172
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
mannaeyja, kr. 250 þús.; Byggðasafn Árnessýslu, hús yfir skipið
Farsæl, kr. 150 þús.; Vallakirkja í Svarfaðardal, kr. 100 þús.; Mos-
fellskirkja í Grímsnesi, kr. 200 þús.; Kirkjuvogskirkja í Höfnum,
kr. 50 þús. Alls eru þetta kr. 2.250 þús. í byggingarstyrki.
Víðast hvar þokar viðgerðum eða nýbyggingum viðkomandi húsa
heldur hægt og engir meiri háttar viðburðir gerðust í söfnunum.
Sjóminjasafn.
Ekkert gerðist beinlínis í málum sjóminjasafnsins, en Þjóðminja-
safnið lét gera við bátinn eftir Ólaf Ástgeirsson frá Litlabæ, sem
safnið eignaðist 1975 frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum og sagt var frá
í síðustu skýrslu. Þá lét Sjóminjafélagið í Hafnarfirði undirbúa við-
gerð á bátnum Geir frá Grindavík sem sóttur var þangað suður eftir
fyrir nokkrum árum, en hann var síðasta opna Grindavíkurskipið,
líklegast smíðaður 1916. Bátasmíðastöðin Bátalón sér um viðgerð á
honum en Jóhann L. Gíslason bátasmiður annaðist viðgerð hins báts-
ins. Báðir þessir bátar munu renna til sjóminjasafns á sínum tíma.
HúsafriÖunarnefnd.
Húsafriðunarnefnd hélt 11 fundi á árinu. Að beiðni nefndarinnar
var húsið Klausturhólar í Flatey á Breiðafirði friðlýst í A-flokki, en
nefndin fjallaði um margvísleg friðunar- og viðgerðarmál húsa á
fundum sínum.
Húsafriðunarsjóður tók í fyrsta sinn til starfa á árinu og hafði
hann til ráðstöfunar 4 milljónir kr. á fjárlögum, en Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga lagði fram ríflega þá upphæð á móti þar sem hann mið-
aði við nýrri vísitölu í framlagi sínu.
Styrkveitingar nefndarinnar úr sjóðnum voru sem hér segir:
Gamlabúð, Eskifirði, kr. ein milljón, Mosfellskirkja í Grímsnesi,
kr. ein milljón, Villa Nova á Sauðárkróki, kr. 800 þús., Gunnlaugs-
hús í Flatey, kr. 500 þús., Möðruvallakirkja í Eyjafirði, kr. 600 þús.,
Saurbæjarkirkja á Rauðasandi (gamla Reykhólakirkja), kr. ein mill-
jón, Verslunarhús í Ólafsvík, kr. 500 þús., Norska húsið í Stykkis-
hólmi, kr. tvær milljónir. Alls eru þetta kr. 7.400 þús., en talsvert fé
var greitt fyrir mælingavinnu arkitekta og eftirlit með viðgerðum
friðaðra bygginga og til húsakönnunar.