Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 78
84
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Það er því ekki aðeins vandræðalegt, heldur í ósamræmi við fræði-
legar meginreglur að gera hér ráð fyrir „falsk etymologi“ (alþýðu-
skýringu), ekki sízt þegar orðið vatnkarl er kunnugt frá sama tíma
í merkingunni „vatnsberi“. Á þetta minnist Falk ekki, þó að honum
hefði átt að vera það kunnugt úr orðabókum yfir fornmál. Heimild-
irnar um tilvist orðsins í íslenzku kunna að vera nokkru yngri en til-
orðning þess, en þar skakkar varla meira en 100—150 árum. En vit-
anlega getum við ekki fullyrt, hvenær gripurinn vatn(s)karl var
fyrst notaður í íslenzkum kirkjum. Ég hygg ekki of mikið fullyrt,
þótt sagt sé, að gripurinn vatnskarl sé erlent fyrirbæri, sem flutzt
hafi til Islands fyrir kirkjuleg áhrif, alveg eins og vatnkarlinn um
vatnsberann er innfluttur með erlendri þekkingu. Kristnin er inn-
flutt fyrirbæri, og þróun kirkjunnar hér hafði í för með sér upptöku
margra tökuorða og myndun nýrra orða bæði yfir hugtök og hluti,
sem henni fylgdu. Það er því nærtækt að gera ráð fyrir, að erlend
fyrirmynd liggi til grundvallar orðinu vatn(s)karl.
Norska mállýzkuorðið vatskall er eðlileg breyting úr orðmynd-
inni vatnskarl. Það er því að seilast um hurð til lokunnar að búa sér
til ókunna orðmynd (*kallr) til þess að setja orðið í samband við lcer.
Sænska orðið karl eða karil minnir að vísu á -karl bæði að formi og
merkingu (í samsetta orðinu vatn(s)karl), en ef það orð er athugað
á eldri málstigum, sést, að það samsvarar ísl. kerald, sbr. einnig sæ.
máll. kdrald, karild. Ógerningur er, ef stuðzt er við alkunn hljóðlög-
mál, að koma sænska orðinu karl í samband við vatn(s)karl.
Aquamanile og aquarius.
Svo virðist sem það orð, er miðaldakirkj an notaði mest um ílát til
handþvotta í kirkjum, hafi verið aquamanile. Líklegt er, að menn
hafi talið orðið leitt af aqua ,vatn' og manus ,hönd‘. Og þessa skýr-
ingu má enn sjá í virðulegum orðabókum, en áreiðanlega er hún
röng. I klassískri latínu kemur fyrir aquaemanalis í merkingunni
,a basin for washing the hands' (Lewis and Short), og sömuleiðis
kemur fyrir orðið manale í merkingunni „ker, kanna“. Enginn vafi
leikur á því, að aquamanile er orðið til úr *aquae manale, enda segir
svo í Webster 1966. Manale mun runnið frá sögninni manare ,renna
(um vökva)‘. En uppruni orðsins skiptir hér engu höfuðmáli, heldur
á hvern veg það var notað í kirkjumáli. 1 nýlegri orðabók um kirkju-
mál miðalda segir, að orðið hafi í fyrstu verið notað um skál til að
taka við vatninu, þegar menn þógu hendur sínar við helgiathafnir,