Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 78

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Side 78
84 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Það er því ekki aðeins vandræðalegt, heldur í ósamræmi við fræði- legar meginreglur að gera hér ráð fyrir „falsk etymologi“ (alþýðu- skýringu), ekki sízt þegar orðið vatnkarl er kunnugt frá sama tíma í merkingunni „vatnsberi“. Á þetta minnist Falk ekki, þó að honum hefði átt að vera það kunnugt úr orðabókum yfir fornmál. Heimild- irnar um tilvist orðsins í íslenzku kunna að vera nokkru yngri en til- orðning þess, en þar skakkar varla meira en 100—150 árum. En vit- anlega getum við ekki fullyrt, hvenær gripurinn vatn(s)karl var fyrst notaður í íslenzkum kirkjum. Ég hygg ekki of mikið fullyrt, þótt sagt sé, að gripurinn vatnskarl sé erlent fyrirbæri, sem flutzt hafi til Islands fyrir kirkjuleg áhrif, alveg eins og vatnkarlinn um vatnsberann er innfluttur með erlendri þekkingu. Kristnin er inn- flutt fyrirbæri, og þróun kirkjunnar hér hafði í för með sér upptöku margra tökuorða og myndun nýrra orða bæði yfir hugtök og hluti, sem henni fylgdu. Það er því nærtækt að gera ráð fyrir, að erlend fyrirmynd liggi til grundvallar orðinu vatn(s)karl. Norska mállýzkuorðið vatskall er eðlileg breyting úr orðmynd- inni vatnskarl. Það er því að seilast um hurð til lokunnar að búa sér til ókunna orðmynd (*kallr) til þess að setja orðið í samband við lcer. Sænska orðið karl eða karil minnir að vísu á -karl bæði að formi og merkingu (í samsetta orðinu vatn(s)karl), en ef það orð er athugað á eldri málstigum, sést, að það samsvarar ísl. kerald, sbr. einnig sæ. máll. kdrald, karild. Ógerningur er, ef stuðzt er við alkunn hljóðlög- mál, að koma sænska orðinu karl í samband við vatn(s)karl. Aquamanile og aquarius. Svo virðist sem það orð, er miðaldakirkj an notaði mest um ílát til handþvotta í kirkjum, hafi verið aquamanile. Líklegt er, að menn hafi talið orðið leitt af aqua ,vatn' og manus ,hönd‘. Og þessa skýr- ingu má enn sjá í virðulegum orðabókum, en áreiðanlega er hún röng. I klassískri latínu kemur fyrir aquaemanalis í merkingunni ,a basin for washing the hands' (Lewis and Short), og sömuleiðis kemur fyrir orðið manale í merkingunni „ker, kanna“. Enginn vafi leikur á því, að aquamanile er orðið til úr *aquae manale, enda segir svo í Webster 1966. Manale mun runnið frá sögninni manare ,renna (um vökva)‘. En uppruni orðsins skiptir hér engu höfuðmáli, heldur á hvern veg það var notað í kirkjumáli. 1 nýlegri orðabók um kirkju- mál miðalda segir, að orðið hafi í fyrstu verið notað um skál til að taka við vatninu, þegar menn þógu hendur sínar við helgiathafnir,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.