Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 114
120
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
vert til í Vesturdal, því hann lærði undir skóla í Goðdölum, og leið
hans um Skagafjörð síðsumars 1839 lá í Dali fram. Varla er hugsan-
legt, sé alls þessa gætt, að Hlíðarfjalirnar færu fram hjá Jónasi ef til
hefðu verið þá. Síðar sama árið, í nóvember, dagsetur séra Jón
Benediktsson í Goðdölum sóknalýsingu sína til Hins íslenzka bók-
menntafélags.12 Sú skýrsla er greinargóð. Hann svarar spurningum
um fornleifar, fornrit, horfnar fornleifar þannig í einu lagi: „Á
þessum spursmálum er ekki nokkurrar upplýsingar héðan að vænta.“
Ekki er einsýnt að séra Jón í Goðdölum hefði getið fornlegra mynd-
skurðarfjala í Bjarnastaðahlíð, þótt þeim hefði verið til að dreifa
árið 1839, með því að séra Jón Jónsson á Miklabæ, sem dagsetur sína
sóknalýsingu 13. febrúar 1840, svarar spurningunni um fornleifar
svo: „Fornleifar öngvar það eg veit.“ Og spurningunni um horfnar
fornleifar: „Fornleifar öngvar markverðugar.“13 Séra Jón, sem var
Blöndhlíðingur, hafði þjónað Miklabæjarkalli frá 1824 og hlaut að
þekkja útskurðinn í Flatatungu. Neitandi svör hans gætu að vísu
stafað af óljósum skilningi manna á því hvað nefna skyldi fornleifar,
í þann tíð. Allt að einu hljóða svörin næstum átakanlega. Á bæ í
prestakallinu geymast einhverjar elztu og dýrmætustu minjar ís-
lenzkrar listasögu úr fornöld, eigi að síður svarar prestur: „Forn-
leifar öngvar það eg veit.“
Sigurður Guðmundsson málari skoðaði Flatatungufjalirnar árið
1856. Ekki orðar hann að neitt af þeim hafi borizt fram að Bjarna-
staðahlíð.14 Útskornar fjalir þar nefnir Kálund fyrstur í Sögustaða-
lýsingu sinni.15 Hann reið heim að Flatatungu á hraðri ferð úr
Eyjafirði vestur í Skagafjörð hinn 6. september 1874, en fór aldrei
að Bjarnastaðahlíð.10 1 Flatatungu hefur hann heyrt (það liggur í
augum uppi) að slangur úr myndskurðinum væri komið þangað
fram eftir, en tilgreinir síðar aðeins lauslega í riti sínu hvenær
það hafi orðið („i en senere tid“), enda óvíst að honum hafi verið
tjáð það skilmerkilega.
Stefán Jónsson, fræðimaður á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð, getur
sér þess til,17 að fjalir frá Flatatungu hafi vel getað flækzt að Bjarna-
staðahlíð árin 1821—24, en þá bjó í Hlíð ekkjan Guðríður Jónsdóttir
og samtímis í Flatatungu faðir hennar, Jón Einarsson. Jón var að
vísu ekki eigandi Flatatungu, en „góður ábúandi og mátti sín mikils
efnalega, þannig gerður að skapferli, að óvíst er, að hann hafi talið
sig þurfa leyfi jarðareiganda til þess að flytja fáeinar — að hans
dómi og samtíðarmanna hans — ómerkar fjalir frá Flatatungu að
Bjarnastaðahlíð". Jafnframt gizkar Stefán á eldri tíma, annars