Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Qupperneq 10
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. mynd Sjálfboðaliðar grafa snið gegnum Bjarnagarð (1 á korti II) suður af Ásgarði. Ljósm.
S.Þ. 1980. — Fig. 3. Volonteers digging a section (1 on map II) through Bjarnagarður.
Sunnan Ásgarðstjarnar tekur við næst lengsti heillegi hluti garðsins, því hann
sést, og er alveg óslitinn, frá suðurenda tjarnarinnar að djúpu gili, er heitir
Ófærugil. Fjarlægð þarna á milli beinustu leið er um 700 m og heildarstefnan
nálægt SSA. En sakir þess hve hlykkjóttur garðurinn er, er raunveruleg lengd
þessa kafla um 810 m.
Breiddin á garðinum eins og hann kemur nú fram á yfirborði er um 4,5 m í
brekkunni suður af Ásgarðstjörn. Sunnar er hún víða frá 4,3-4,7 m, en minnst
er hún um 2,7 m á stöku stað.
Hér er rétt að skjóta því inn, að þegar sagt er að garðurinn sjáist, eða sé
greinilegur, er þess að geta, að á Landbrotshrauninu austanverðu hefur
þykknun jarðvegs víðast hvar orðið það mikil síðan Bjarnagarður var hlað-
inn, að sá garður er að mestu algjörlega kaffærður, eins og sjá má á sniðum,
sem birt eru í þessari grein (sbr. einnig sniðið af Stangartúngarðinum). Sá
ávali hryggur, sem nú sést í landslaginu, er tvíbreiður eða meira, miðað við
hinn upprunalega garð, sem síðar verður nánar fjallað um, og í hinum sýni-
lega hrygg er víðast hvar ekkert af efni úr þeim eiginlega Bjarnagarði. Þrátt
fyrir þetta fylgir þessi sýnilegi hryggur upprunalega garðinum nákvæmlega,
jafnvel í kröppustu smáhlykkjum. Hæðin yfir umhverfið er frá 0,4-0,7m, eða
þar um bil. Er brattinn yfirleitt meiri mót vestri og er dæmigert snið sýnt á 2.