Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 12
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. mynd. Bjarnagarður suður af Ófœrugili. Horft til norðurs. Dökka keilan í bakgrunni er Arnar-
þúfa. Ljósm. S.Þ. 1979. — Fig. 5. Bjarnagarður south of Ófœrugil. View towards N.
Síðan kemur hann aftur fram á kafla meðfram girðingu, sem hefur suður-
stefnu eða því sem næst, og sker þjóðveginn um 150 m suður af heimreiðinni
til Efrivíkur. Vegalengd þangað frá áðurnefndum kafla suður að Hátúna-
heimreið er um 700 m.
Vestan þjóðvegar liggur garðurinn um 350 m í stefnu, sem er aðallega til
SSA og rís á köflum allt að 1 m yfir umhverfi sitt, en þaðan liggur hann í sveig
til SA og síðan A að mótum þjóðvegar og heimreiðar að Syðrivík (6. og 7.
mynd). Þessi kafli er um 360 m.
Garðurinn er horfinn, að heita má, í Syðrivíkurtúni, þar sem hann hefur
legið í ANA 420 m vegalengd, en hann kemur aftur fram i tröðum sunnan
túnsins og sést þar hvar hann þverbreygir til SA og heldur þeirri stefnu 220 m
suður fyrir heimreið að Eystri-Dalbæ, þar sem stefnan verður SV. Hann er
horfinn nyrstu 150 m af þessum kafla, en næstu 100 m mátti rekja hann, þótt
jafnaður hefði verið við jörðu, þar eð gróðurbreytingar gáfu legu hans til
kynna. Frá 150 m norðan Dalbæjarheimreiðar er garðurinn síðan óslitinn (8.
mynd) — að undanskildum 80 m kafla í Dalbæjargeilum 220-290 m suður af
heimreiðinni — alla leið suður að háum gervigíg, um 400 m vestur af Fagur-
hlíð, er nefnist Bóndhóll. Þar tekur hann krappa beygju til austurs og myndar
norðurvegg traðar, sem síðar verður nánar að vikið. Suðurveggur þeirrar