Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 14
18
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
8. mynd. Bjarnagarður suður af Dalbœjargeilum. Horft til suðurs. Ljósm. S.Þ. 1980. — Fig. 8.
Bjarnagarður south of Dalbœjargeilar. View towards S.
traðar heldur áfram sem garður, sem ekki er víst að sé aðalgarður (sbr.
bls. 20), er liggur til vesturs um 30 m vestur fyrir þjóðveg, og um 70 m sunnar
aftur í austur um sunnanverða lægðina sunnan Bóndhóls.
í beina línu er fjarlægðin frá þeim stað 150 m norðan Dalbæjarheimreiðar,
þar sem heillegur garður byrjar, til þess staðar suðaustur af Bóndhól, þar sem
hann endar, rúmir 760 m með heildarstefnu SSA, en með öllum sveigjum og
hlykkjum er þessi garðshluti um 1250 m langur, þeas. ef sveigurinn vestur
fyrir þjóðveg, í vesturátt frá Bóndhól, er talinn aðalgarður. Teljist aðalgarður
hafa verið austan Bóndhóls er lengdin 1100 m.
Næsti kafli aðalgarðs, frá áðurnefndum enda heillegs garðs suðaustur af
Bóndhól suður að tjörn í Fagurhlíðarbotnum, sést nú ekki nema á stuttum
köflum og verður ekki dreginn á kort svo öruggt sé, en lengdin mun nálægt
450 m. Niðri við tjörnina hefur verið grafinn skurður, að því er best verður
séð, og virðist tengdur garðkerfinu. Suður og upp úr Botnunum er garðurinn
glöggur og byrjar þar með garðkafli, sem nær frá Fagurhlíðarbotnum suður í
s.k. Koðrabotna vestur af Hraunkoti. Þessi kafli er hlykkjóttur, auðrakinn
allmikið af leiðinni (9. mynd) og lengdin um 740 m. Sniðin á 15. mynd eru
mæld nærri heimreiðinni að Hraunkoti.