Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 15
BJARNAGARÐUR
19
9. tnynd. Bjarnagarður vestur af Hraunkoti. Horft til austurs. Ljósm. S.Þ. 1979. — Fig. 9.
Bjarnagarður west of the Hraunkot fann. View towards E.
Enn er garðurinn glöggur og með gerð aðalgarðs upp úr Koðrabotnum
sunnanverðum þar til hann hverfur í plægt tún austan við stóran gíghól, sem
er skammt suður af Botnunum. Þaðan frá langleiðina að rétt í Þykkvabæjar-
mýri, SSV af Hraunkoti, hefur garðurinn nýlega verið plægður niður og er
teiknaður skv. því sem kunnugir hafa frætt okkur um legu hans. Hann kemur
aftur í ljós um 20 m vestan réttarinnar og er glöggur að henni, en hverfur við
hana. Lengd garðsins milli Koðrabotna og réttar er um 480 m.
Frá réttinni austur uin mýrarnar þar austur af er fleiri en einn garð að finna,
en þann, sem virðist líklegast framhald garðsins vestan réttar, má rekja mest
alla leiðina austur fyrir stóran framræsluskurð, þar sem mælt var snið í stú-
dentaferð vorið 1978 (15. mynd). Skammt austur af skurðinum hverfur þessi
garður i mýrinni. Fjarlægðin frá rétt þar til garðurinn hverfur í mýrina er um
300 m. Þess er að geta, að bæði garðstúfurinn vestan réttar og garðurinn í
mýrinni austan hennar eru minni um sig en Bjarnagarður suður fyrir Koðra-
botna og einnig nokkru yngri, eins og síðar verður frá sagt. Er því óvíst að hér
sé um framhald hins eiginlega Bjarnagarðs að ræða.
Jón Steingrímsson segir Bjarnagarð liggja „suður fyrir Þykkvabæ“. Ekki
er hægt að komast þannig að orði um þann garð, sem liggur frá Koðrabotnum
austur í Þykkvabæ I, er stuttur garðstúfur, sem hverfur er kemur upp í hólana