Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Qupperneq 16
10. mynd. Þversnið af tröðum (11 ú korti II) í brekku suður af Efrivík. S.Þ. mœldi 1981. — Fig.
10. Section through a lane (II on map II) on a slope south of the Efrivík farm.
litlu vestar. Þórdísi Ágústsdóttur, húsfreyju á Ytra-Hrauni, rekur minni til að
sést hafi til garðlags í túninu norðan heimreiðarinnar að Þykkvabæ I. Ekki er
ólíklegt, að hér sé um að ræða hluta af garði, er verið hafi framhald af aðal-
garðinum við gíghólinn suður af Koðrabotnum, en árangurslaust höfum við
reynt að rekja hann þangað. Líklegust tenging er sýnd með punktalínu á kort-
inu, en lengd þess framhalds er um 700 m. Sé þetta raunverulega framhald
Bjarnagarðs, er heildarlengd hans frá Skaftá um 7,7 km, en heildarlengdin frá
Skaftá að áðurnefndum skurði í Þykkvabæjarmýri er um 7,8 km. Sé hlykk-
urinn vestur fyrir Bóndhól ekki talinn til aðalgarðs, styttist heildarlengdin um
150 m. Bein lína garðsenda á milli er 5,5 km.
Traðir tengdar Bjarnagarði
Eitt af því, sem Jón Steingrímsson nefnir í sambandi við Bjarnagarð, er
hlaðin tröð milli Landbrotsbyggðarinnar vestur fyrir Bjarnagarð ,,um hverja
Skjaldbreiðarbændur skyldu reka allan kvikfjenað sinn að hann gjörði ei skaða
þeim er þar á báðar síður bjuggu“. Traðir, eða réttara sagt hluta af tröðum,
er enn að finna milli byggðar í Landbroti og það á þrem stöðum. Þær nyrstu
(I á korti II) eru um 200 m suður af býlinu Efrivík og liggja á ská uppeftir
óræktaðri grasbrekku, er hallar til SSA. Þær eru glöggar á um 130 m kafla og
eru þar nú á yfirborði um 7 m breiðar og í þverskurði eins og sýnt er á 10.
mynd. Nokkrar líkur eru fyrir því, að þetta séu þær traðir, er Jón Steingríms-
son greinir frá, sbr. það sem sagt er hér síðar (bls. 32) um Saurbæjarháls.
Hægt er að greina traðirnar um 50 m lengra til SV á flötu, nýræktuðu túni
og annan traðarvegginn áfram í sömu átt um 70 m, þar til hann hverfur í
kartöfluakri. Þaðan eru tengslin áfram að þjóðvegi nær örugglega svipuð og
sýnt er á kortinu. Vestur frá aðalgarðinum er einskonar tröð milli garðs og
náttúrlegrar brekku, er rekja má um 70 m vegalengd til suðvesturs. Um 250 m
austur af tröðunum suður af Efrivík sést enn um 100 m langur spotti af garð-