Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 18
22
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
12. mynd. Nærmynd af tröðunum norðan við Bóndhól. Ljósm. S.Þ. 1980. — Fig. 12. Detail of
the lane on Fig. 11.
lagi í túninu. Vesturveggurinn tengist suðaustur af Bóndhól þeim garði, er
sveigir vestur fyrir þjóðveg vestur af Bóndhól og fyrr er getið. Guðrún og bróðir
hennar Helgi muna einnig eftir tröðum í framhaldi til austurs af tröðunum
norðan Bóndhóls og lágu þær norðan við Stórhól og Litlhól, er sjást á korti
II, það langt austur, að halla tók niður að mýrinni sunnan við Uppsali.
Traðirnar norðan við Bóndhól víkka til vesturs (sbr. 11. mynd) og er mest
breidd þeirra þar um 9 m, en mjóstar eru þær um 5,5 milli barma og er suður-
barmurinn hærri, þar eð traðirnar eru í nokkrum halla móti norðri. Mesta
dýpi þeirra er um mannhæð. Norðurveggur þeirra gengur, sem fyrr getur, yfir
í aðalgarðinn, en sveigir til norðurs inn á Dalbæjargeilarnar, en suðurveggur í
garðinn sem sveigir vestur fyrir þjóðveg.
Traðirnar við Bóndhól og þeir hlutar Bjarnagarðs og aukagarða, sem auk
traðanna eru nú innan skógræktargirðingar, eru nú, með velviljuðu samþykki
eigendanna, friðlýst skv. þjóðminjalögum.
Aukagarðar
A kortinu eru sýndir nokkrir aukagarðar, sem tengdir eru aðalgarðinum á
svæðinu milli heimreiða að Syðrivík og Sólheimum. Þessir garðar eru yfirleitt
mjórri á yfirborði að sjá en aðalgarðurinn. Einn þessara garða liggur næstum