Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 36
Jón Hnefill Aðalsteinsson
SVERÐIÐ OR HRAFNKELSDAL
Laust fyrir aldamótin síðustu fannst fornt sverð i Hrafnkelsdal. Elstu heim-
ildir um þennan fund eru Seyðisfjarðarblöðin, Bjarki og Austri, sem rituðu
um sverð þetta aldamótaárið. Ritstjóri Bjarka var um þessar mundir Þor-
steinn Erlingsson skáld og hann segir í blaði sínu 25. júní árið 1900:
,,Maður fann hjer gull- og silfurrekið sverð, uppi í Hrafnkelsdal nú nýlega
og er sagt að hann hafi verið svo sorglega fávís að selja Ernst apótekara það
fyrir 12 kr. Eftir því sem af sverðinu er sagt hefði forngripasafnið íslenska gef-
ið manninum að minnsta kosti 100 kr. fyrir það og nú er auk þess líklega loku
skotið fyrir að það komist þángað og er það illa.“1
Þáverandi eigandi sverðsins, Ernst lyfsali, svaraði Þorsteini í Austra 29.
júní sama ár. í svargrein sinni tiltók hann nánar fundartima sverðsins, ,,er
fannst vorið 1897 i Hrafnkelsdal“, en síðan gerði hann Þorsteini kauptilboð í
sverðið, falbauð honum það fyrir 112 kr. næsta sólarhring eftir birtingu til-
boðsins, þó með því skilyrði, að Þorsteinn tryggði að sverðið kæmist til forn-
gripasafnsins í Reykjavík.2 Nokkur frekari orðaskipti urðu í Austra og Bjarka
vegna sverðsins, en þau skipta ekki máli fyrir þá athugun sem hér er gerð.3
í síðari grein sinni kvaðst Þorsteinn búast við því að missa bæði Ernst lyf-
sala og sverðið úr landi þá og þegar, enda mun sú hafa orðið raunin á.4 Sverðið
barst síðar til Statens historiska museum í Stokkhólmi og þar var það er Krist-
ján Eldjárn ritaði doktorsritgerð sína 1956. Þar lýsir hann þessu sverði og tel
ég rétt að birta lýsingu hans orðrétt hér: ,,Heilt sverð, 92 sm. að lengd. Annars
vegar á brandinum sjást leifar af nafninu ULFBREHT, sem sýnir, að brand-
urinn er af vestur-evrópskum (frankverskum) uppruna. Knappur og hjölt eru
silfurrekin og silfrið rekið í eir. Eftir ljósmynd, er Eyjólfur Jónsson á Seyðis-
firði tók af sverðinu, þegar það fannst, og nýrri ljósmynd frá safninu í Stokk-
hólmi, virðist þetta vafalaust V-gerð, Sverd Pl. III, og sést þetta enn skýrar á
gömlu myndinni, sem sýnir silfrunina betur. Jan Petersen þekkti aðeins 6 ein-
tök þessarar gerðar frá Noregi, öll fundin vestanfjalls, en auk þess hafa þó
nokkur fundist í Svíþjóð, enn fremur frá Eysýslu, Rússlandi og Austur-Prúss-
landi.
Yfirleitt virðist gerðin ekki fátíð á Eystrasaltssvæðinu. Hún er tímasett til