Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 37
SVERÐIÐ ÚR HRAFNKELSDAL
41
fyrri hluta tíundu aldar. Um Hrafnkelsdalssverðið er það að
segja, að brandurinn virðist örugglega frankverskur, en
hjöltin gætu verið norræn, þótt þetta verði ekki fullyrt.-
Sverð þetta var gefið sænska safninu af N. Petersen, jústits-
ráði í Kaupmannahöfn, sagt fundið í haugi Hrafnkels
Freysgoða (sbr. Kt. 102). Víst er, að það fannst í Hrafnkels-
dal, en annað er ekki öruggt um fundaratburði.“5
í athugagreinum skýrir Kristján Eldjárn frá umræðum
um sverðið og vitnar til þess sem um það hafði verið ritað.6
Það var á útmánuðum árið 1964, að athygli mín beindist
að þessu sverði. Ég var búsettur á Eskifirði um þær mundir
og þá las ég doktorsritgerð Kristjáns Eldjárns fyrst til hlítar.
Siðasta setningin í tilvitnuninni hér að framan vakti einkum
áhuga minn. Þótti mér með ólíkindum, ef ekki væri hægt að
grafa eitthvað nánar upp um fundaratburði sverðsins, þar
sem þó voru ekki liðin 70 ár frá því það fannst. Að vísu
hafði ég aldrei heyrt á fund þessa sverðs minnst, er ég var að
alast upp í Hrafnkelsdal á fjórða og fimmta tug aldarinnar
en engu að síður fannst mér málið þess virði að það væri
kannað. Frá fræðilegu sjónarmiði skiptir það auðvitað litlu
máli, hvort sverðið fannst hér eða þar í Hrafnkelsdal. En
hitt er forvitnilegt og hefur almennt vísindalegt gildi, hvað
unnt er að draga fram úr munnlegri geymd með líkindum
eða fullvissu um 70 ára gömul atvík, sem legið hafa í
þagnargildi að mestu.
Fyrst ritaði ég föður mínum, Aðalsteini Jónssyni, sem þá
bjó á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og hafði búið þar óslitið frá
1922. Hann svaraði mér í bréfi dagsettu 10.05.1964 og segir
þar á þessa leið m.a.:
„Viðvíkjandi sverði því er þú spyrð um er ég því miður
ekki sérlega fróður... Hálfdán Bjarnason, sem lengi var hér
í Hrafnkelsdal...segir mér að sverðið hafi fundið Benedikt
ísaksson... en hann (Hálfdán) vissi ekki um fundarstaðinn,
Hrafnkelsdalssverðiö var gefið Þjóðminjasafni árið 1971. Sjá grein Þórs
Magnússonar: Endurheimt fornaldarsverð í Árbók Hins íslenska fornleifa-
.félags 1971, 86-90. Það hefði trúiega glatt Þorstein Erlingsson ef hann
hefði órað fyrir því að sverðið œtti eftir að hafna á Þjóðminjasafninu. —
Ljósm. Statens historiska museum, Stokkhólmi.