Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 41
SVERÐIÐ UR HRAFNKELSDAL 45 Beitarhúsasmali á Bakkastöðum gat einnig átt mörg erindi út í Teig og er því engan veginn útilokað að Benedikt ísaksson hefði fundið sverðið á ystu mýrinni á Teignum, er hann var beitarhúsasmali á Bakkastöðum. Er því rétt að líta á fleira áður en leiddar verða að því líkur hvar sverðið hafi helst fundist. í þeim gögnum sem vitnað hefur verið til hér að framan er getið um fjóra fundarstaði sverðsins. Er það raunar ekki minna en vænta mátti samkvæmt almennum reglum um munnlega geymd, þegar haft er í huga hver manna- skipti höfðu orðið á umræddu svæði frá því sverðið fannst og til þess tíma er farið var að grennslast fyrir um fundarstað og fundaratvik. En nú er rétt að líta á þessa fundarstaði hvern fyrir sig. Þegar sverðið var gefið Statens historiska museum í Stokkhólmi, var það sagt fundið í haugi Hrafnkels Freysgoða. Enginn heimildarmanna í Hrafnkelsdal eða nágrenni hafði heyrt þessa til- gátu og er því trúlegast að hún hafi komið upp utan landsteinanna. Mun þvi varla ástæða til að taka þessa tilgátu um fundarstað alvarlega. Óljósar heimildir hermdu að sverðið hefði fundist í Hrafnkelu. Þær heim- ildir verða heldur ekki raktar til þess manns sem þrír heimildarmenn nefna óháð hver öðrum að hafi fundið sverðið. Mun því einnig mega hafna þessum möguleika. Þá eru tveir fundarstaðir eftir, ysta mýrin í Teignum og Skænudalurinn. Þeir heimildarmenn sem nefndu þessa staði, báru báðir, að finnandinn hefði sjálfur sagt þeim. Báðir voru þessir heimildarmenn mínir fróðir og geymnir á fornan fróðleik, svo að öðru jöfnu var þeim vel treystandi. En alla getur mis- minnt sem alkunna er. Minni eins manns er ófullkomið eins og hver og einn getur trúlega sannfærst um með því að líta í eigin barm. Ég talaði aðeins einu sinni við Bjarna Gíslason og hafði því miður ekki tök á að spyrja hann nánar um þessa hluti, því að hann var látinn, er ég fékk upplýsingar um annan fundarstað en hann hafði bent á. Sverri gat ég hins vegar spurt frekar um það sem mér hafði láðst að inna hann eftir í fyrra skiptið. En vitnisburði þessara manna verður að vega og meta eins og þeir standa, en þó má einnig líta á fleira. Hrafnkelsdalssverðið er óvenju vel varðveitt miðað við hliðstæða gripi jafngamla. Ég hef leitað til Sigurðar Þórarinssonar prófessors og spurt hann, hvort líklegra væri að það hefði varðveist á þennan veg í mýri eða sendnum jarðvegi. Kvað Sigurður að öðru jöfnu líklegra að sverðið hefði varðveist í sendnum jarðvegi.13 Frá því sjónarmiði er Skænudalurinn liklegri fundar- staður en ysta mýrin í Teignum. Þór Magnússon telur í grein sinni: Endurheimt fornaldarsverð, ,,...útlit sverðsins þesslegt að það hafi fundist í uppblæstri.“ Uppblástur hefur verið mikill í Skænudalnum og þar voru geysihá rofabörð á fyrri hluta þessarar aldar. Hins vegar hefur ekki verið um uppblástur að ræða á ystu mýrinni í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.