Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 48
52 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS í Saurbæ í gríðarlegu stórviðri og brotnaði i spón. Skemmdist þá ýmis- legt gripa og nýja taflan gereyðilagðist. Hætt er við, að þessi gamla minn- ingartafla hefði brotnað öll hefði hún verið í kirkjunni þá. Minningartaflan hefur ekki verið til sýnis i Þjóðminjasafninu nema um stundarsakir, heldur höfð í geymslu. En nú er verið að ganga frá nýrri kirkju í Saurbæ, reyndar gamalli þó, þar sem er hin gamla Reykhólakirkja, flutt þangað vestur. Vantar nú altaristöflu í þá kirkju og þykir því einsýnt að senda aftur gömlu minningartöfluna vestur í Saurbæjarkirkju, enda er kirkjan endurreist að miklu leyti að tilstuðlan Þjóðminjasafnsins og kemur það væntanlega til með að hafa hönd í bagga með varðveislu hennar framvegis. Má þannig líta á, að taflan sé lánuð aftur vestur að Saurbæ, en safnið teljist áfram formlegur eigandi hennar. Minningartafla þessi er merkileg fyrir tvennar sakir. Allt bendir til, að hún sé íslenskt listaverk og hún er til minningar um nafnkennda ábúendur í Bæ og með mynduin þeirra. Engan veginn er þó víst, að andlitsmyndirnar séu til- takanlega líkar því fólki, sem þær eiga að sýna, en eitthvað geta þær verið í áttina. Minningartaflan er olíumálverk, máluð á þrjú eikarspjöld, sem felld eru i strikaðan ramma. Ramminn er úr furu og er ofan á honum strikuð eikarfjöl, fest með trénöglum, en engin samsvarandi undir. Vængirnir eru hvor úr sínu eikarspjaldi í eikarramma af sömu hæð og ramminn um töfluna, en hvor rammi helmingi mjórri. Hangir hvor vængur á tveimur lömum, en læsing er engin fyrir né krókur. Bæði á töflurammanum og römmunum á vængjunum eru göt, sem virðast nýleg. Sýnist helst að taflan hafi verið skrúfuð þannig opin á kirkjuþilið, en á baki myndarrammans eru lítilfjörlegar leifar af ryðguðum krókum. Sjálf taflan er 107,5 sm há, mælt upp fyrir eikarfjölina, og 79,4 sm breið. Vængirnir eru sem næst 105,7 sm háir og 39,5 sm breiðir. Myndflötur töfl- unnar hefur verið sem næst 65-65,6 x 92,5 sm, en hefur rýrnað um 1,6 sm á breiddina. Taflan má heita allsendis óskemmd, en allóhrein og þyrfti hreins- unar við áður en hún verður sett í kirkjuna að nýju. Ramminn um töflu og vængi er málaður svartur og strikin innan í hafa verið gyllt eða bronsuð. Myndin á minningartöflunni sjálfri er í hinu hefð- bundna formi, maður og kona krjúpandi við kross Krists. Eiga myndirnar að sýna Björn Gislason bónda í Bæ og Guðrúnu Eggertsdóttur konu hans, svo sem áletrunin á vængjunum ber með sér. Er Björn vinstra megin, klæddur svartri hempu og dökkleitum búningi innan undir. Hvítar, rykktar ermar ná fram á úlnliði og um hálsinn hefur hann hvítt hálslín með knipplingum. Hann er berhöfðaður, hárið jarpt og nær út á herðarnar, hendurnar í bænarstell- ingum framan við brjóst. Hann horfir lítið eitt til hægri, inn í myndina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.