Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 57
MINNINGARTAFLA 61 hefur listamaðurinn þurft að koma áletruninni fyrir mjög þröngt og því orðið að þjappa henni saman eftir mætti. Á mynd Markúsar Bergssonar sýslumanns, tengdasonar séra Hjalta og sem hann málaði (Þjms. Mms. 26), má einnig sjá svipað tjald með álika fellingum og á töflunni frá Bæ, en þó er samsvörun tjaldanna á töflunni og tjaldanna á mynd Magnúsar Magnússonar sýslumanns, sem séra Hjalti málaði einnig (Þjms. Mms. 2600), enn meiri. Þar eru tjöldin með sams konar fellingum og bundin í sams konar hnút, aðeins kögrið lítið eitt öðruvísi. Einnig má nefna, að á prédikunarstólnum úr Vatnsfjarðarkirkju, sem séra Hjalti skar út og málaði og nú er í Þjóðminjasafninu (Þjms. 10476), eru áletr- anir með gotnesku letri efst. Letrið þar er mun stærra en letrið undir mynd- unum á vængjum minningartöflunnar og einnig hefur það verið endurmálað að hluta er gert var við stólinn eftir komu hans til safnsins. En þó fer ekki milli mála, að leturgerð svipar einnig saman hér. Virðist því, ef þessi dæmi öll eru borin saman, ,að ekki fari milli mála, að séra Hjalti hafi málað þessa minningartöflu þeirra hjóna í Bæ á Rauðasandi. Er hún jafnframt hið lang- veglegasta málverk hans, sem nú þekkist, þótt kannski sé ekki hægt að segja, að hún sé hið allravandaðasta. Guðrún matróna í Bæ hefur viljað gera minningu Björns bónda síns virðu- lega þar á staðnum. Því fær hún þekktasta listamann landsins í þann tíð, sem hún hefur væntanlega þekkt sjálf vel, til að gera þessa töflu að hætti þeirrar tíðar. Vafalaust hafa verið kunnugleikar milli þeirra prófastsins gamla við Djúp og matrónunnar í Bæ. Milli Bæjar og Vatnsfjarðar var ekki ýkjalangt. Engum erfiðleikum var bundið að senda mann norður að Djúpi þeirra erinda að biðja prófast mála virðulega minningartöflu Björns og þeirra hjóna beggja, sem hanga skyldi í kirkjunni í Bæ til ævarandi minningar. Svo fór þó, að Rauðsendingum þótti mynd þessi ekki hæf yfir altari, enda var harðdrægni Guðrúnar lengi i minnum þar vestra og minning hennar lítt þokkuð af alþýðu. En nú mun taflan aftur verða sett í kirkjuna, hinn ágæta forngrip frá Reykhólum, og mun minningu þeirra hjóna því enn um sinn verða haldið uppi þar á staðnum og Vestfirðingar aftur geta státað af lista- verki eftir einn sinn besta listamann. TILVITNANIR 1 Páll Eggert Ólason: íslenzkar æviskrár, I, bls. 214. 2 Kirkjustóll Saurbæjar á Rauðasandi, vísitasia 27. ágúst 1750. Visitasíubók Hannesar biskups Finnssonar, vísitasía 2. ágúst 1790 (Þjóðskjalasafn). 3 Vísitasíubók Jóns biskups Vídalíns, vísitasía 22. sept. 1710 (Þjóðskjalasafn). 4 Þessu hefur verið veitt eftirtekt víðar. Þannig segir Kristján Eldjárn í grein sinni Myndir af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.