Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 57
MINNINGARTAFLA
61
hefur listamaðurinn þurft að koma áletruninni fyrir mjög þröngt og því orðið
að þjappa henni saman eftir mætti.
Á mynd Markúsar Bergssonar sýslumanns, tengdasonar séra Hjalta og sem
hann málaði (Þjms. Mms. 26), má einnig sjá svipað tjald með álika fellingum
og á töflunni frá Bæ, en þó er samsvörun tjaldanna á töflunni og tjaldanna á
mynd Magnúsar Magnússonar sýslumanns, sem séra Hjalti málaði einnig
(Þjms. Mms. 2600), enn meiri. Þar eru tjöldin með sams konar fellingum og
bundin í sams konar hnút, aðeins kögrið lítið eitt öðruvísi.
Einnig má nefna, að á prédikunarstólnum úr Vatnsfjarðarkirkju, sem séra
Hjalti skar út og málaði og nú er í Þjóðminjasafninu (Þjms. 10476), eru áletr-
anir með gotnesku letri efst. Letrið þar er mun stærra en letrið undir mynd-
unum á vængjum minningartöflunnar og einnig hefur það verið endurmálað
að hluta er gert var við stólinn eftir komu hans til safnsins. En þó fer ekki milli
mála, að leturgerð svipar einnig saman hér. Virðist því, ef þessi dæmi öll eru
borin saman, ,að ekki fari milli mála, að séra Hjalti hafi málað þessa
minningartöflu þeirra hjóna í Bæ á Rauðasandi. Er hún jafnframt hið lang-
veglegasta málverk hans, sem nú þekkist, þótt kannski sé ekki hægt að segja,
að hún sé hið allravandaðasta.
Guðrún matróna í Bæ hefur viljað gera minningu Björns bónda síns virðu-
lega þar á staðnum. Því fær hún þekktasta listamann landsins í þann tíð, sem
hún hefur væntanlega þekkt sjálf vel, til að gera þessa töflu að hætti þeirrar
tíðar. Vafalaust hafa verið kunnugleikar milli þeirra prófastsins gamla við
Djúp og matrónunnar í Bæ. Milli Bæjar og Vatnsfjarðar var ekki ýkjalangt.
Engum erfiðleikum var bundið að senda mann norður að Djúpi þeirra erinda
að biðja prófast mála virðulega minningartöflu Björns og þeirra hjóna
beggja, sem hanga skyldi í kirkjunni í Bæ til ævarandi minningar.
Svo fór þó, að Rauðsendingum þótti mynd þessi ekki hæf yfir altari, enda
var harðdrægni Guðrúnar lengi i minnum þar vestra og minning hennar lítt
þokkuð af alþýðu. En nú mun taflan aftur verða sett í kirkjuna, hinn ágæta
forngrip frá Reykhólum, og mun minningu þeirra hjóna því enn um sinn
verða haldið uppi þar á staðnum og Vestfirðingar aftur geta státað af lista-
verki eftir einn sinn besta listamann.
TILVITNANIR
1 Páll Eggert Ólason: íslenzkar æviskrár, I, bls. 214.
2 Kirkjustóll Saurbæjar á Rauðasandi, vísitasia 27. ágúst 1750. Visitasíubók Hannesar
biskups Finnssonar, vísitasía 2. ágúst 1790 (Þjóðskjalasafn).
3 Vísitasíubók Jóns biskups Vídalíns, vísitasía 22. sept. 1710 (Þjóðskjalasafn).
4 Þessu hefur verið veitt eftirtekt víðar. Þannig segir Kristján Eldjárn í grein sinni Myndir af