Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 60
64
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Fyrir föstuinnganginn áttu bændur, sem nær allir voru leiguliðar aðals-
manna, klaustra eða kirkna, að hafa skilað tilteknu magni af kjöti til landeig-
enda eftir stærð býlisins. Einnig fengu borgaryfirvöld viðlíka skatt. Víðast var
skattpeningurinn um þetta leyti árs fólginn í kjúklingum eða öðrum hænsn-
fugli, enda er orðið föstuhæna algengt í skjölum frá þessum tíma, jafnvel sem
heildarorð, ýmist á latínu eða þýskum mállýskum, svosem „pullus
carnisprivialis“, „pullus abstinentialis“, ,,pullus contemptativus“, „Fast-
abendhuhn“, „Vastelauens Floyn“, „vastelvandes hoen“, o.m.fl. Fyrir páska
fólst skattgjaldið hinsvegar aðallega í eggjum, og af því mun orðið páskaegg
upphaflega dregið.
Þessar upplýsingar hafa einkum verið dregnar fram úr búreikningum ým-
issa þýskra klaustra og greifadæma frá 13. - 16. öld og menn hafa tekið til við
að rannsaka á síðustu 2-3 áratugum. Þar kemur ennfremur í ljós, að landeig-
endur gerðu sér og fólki sínu eðlilega glaðan dag af þessum nýfengnu birgð-
um. Vinnufólkið fékk líka sinn skerf. Svipað var að segja um borgarráðið og
ýmis gildi. Þetta mislíkaði skiljanlega múgnum á götunni, sem ekkert fékk í
fyrstu, en vissi af kræsingum hinna. Þá komst smám saman á sú venja, að land-
eigendur og önnur yfirvöld gáfu um það bil einn fimmtung af skattfénu,
hænsnunum eða eggjunum, „til fátækra“. Algengt var, að prestar blessuðu
þessar ölmusugjafir til að gera þær sem þóknanlegastar.
Með þessari ráðstöfun gat lýðurinn líka slett úr klaufunum og verið þolan-
lega til friðs, þótt oft þættu ærslin ganga úr hófi fram. Gleðskapur við föstu-
inngang hefur síðan haldist framá þennan dag, þótt áðurnefnt skattheimtu-
form sé löngu úr sögunni.6
2
Litlar hagrænar forsendur voru fyrir hátíðahaldi af þessu tagi á íslandi í kat-
ólskum sið. Skattar og tollar voru yfirleitt goldnir á haustin að afloknum
fjárleitum og sláturtíð og fólust einkum í ýmsum kvikfjárafurðum, svosem
kjöti, ostum, tólg og öðru feitmeti (ljóstollur), ull, vaðmálum, skinnum,
lambseldi, heytollum o.fl. að ógleymdu fiskmeti. Þó er þess einnig getið, að
slika tolla skyldi greiða á sumardaginn fyrsta.7
Þá er þess enn að geta sem oftar, að þar sem hér voru hvorki þorp né borgir,
var lítill grundvöllur fyrir fjöldahátíðum á borð við þær, sem tíðkuðust úti í
Evrópu, og einna síst um þetta leyti árs. Vorfagnaður, ef einhver var, mið-
aðist við sumardaginn fyrsta.
Ekki verður heldur séð af tiltækum heimildum, að neinskonar mannfagn-
aður eða dagamunur hafi verið gerður í tilefni föstuinngangs. Þó hlýtur það
nánast að hafa átt sér stað, bæði á vegum kirkjunnar og að einhverju leyti
meðal almúgans i heimahúsum. í fyrsta lagi var föstuinngangurinn hvarvetna