Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 61
SPRENGIDAGUR
65
mjög mikilvægt tímabil innan katólsku kirkjunnar, og er ósennilegt að ætla
annað en þess hafi að einhverju gætt hér sem annarsstaðar. í öðru lagi er
vægast sagt ólíklegt, að sá siður að neyta meira kjötmetis á sprengidag en
endranær, sem þekktur er a.m.k. frá 18. öld, sé fyrst til kominn eftir siðbreyt-
ingu, þegar hið opinbera föstuhald hafði verið afnumið.
3
Elsta dæmi, sem fundist hefur um þessa venju, er i orðabók Jóns Ólafs-
sonar Grunnvíkings og er líklega frá 1735. Hann telur sprengikvöld vera al-
þýðuorð um meiriháttar matarveislu:
,,Sprengi-qvölld, ad.v. vesper diruptionis, pro vesper cænæ opiparæ et ob-
soniis instructissimæ, vocula enim est rustica, ut: sprengi-qvölld (puta af kjöt-
aati) i föstu inn-gang.“8
Næsta heimild er í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar og
ætti því að vera frá áruum 1752-57, þegar þeir ferðuðust um landið, en lýsing-
in er reyndar í kaflanum um Kjósarsýslu. Þar geta þeir þess, að vinnufólkið
eigi að fá svo mikið hangiket sem það geti í sig látið og síðan geri menn sér það
til gamans að forðast svo mikið sem nefna kjöt fram til páska, en reyni jafn-
framt að ginna hver annan til þess:
„Hvide-Tirsdags-Aften kaldes Sprengiu-kveld, fordi da skulle Arbeidsfolk-
ene have saa meget de ville spiise af varmt roget Kiod, som de siden ikke faae
forend til Paaske. Denne Vane er en Levning fra de Catholske Tider; thi de
tage i Agt, for Spog, ikke eengang at nævne Kiod om Fasten; hvorfor de soge
at narre hinanden til at giore her imod, da den som nævner Kiod bliver er-
klære skyldig at have derved forbrudt Kiodet næste Gang.“9
Þriðja dæmið er í Leikafælu séra Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka í
Miðfirði, sem hann skrifaði árið 1757. Hún er að vísu einkum rituð ,,um og á
móti jólaleikum eður dansi“, en hann rekur þó einnig annað syndugt athæfi,
svosem ,,æði hjá lystugum almúga um sjöviknaföstu innganginn":
,,Eg kann ekki að neita, það nokkrar menjar af þessháttar óhófsemi hafi á
þeim pápisku tíðum borist einninn hingað í þetta vort fátæka ísland og við-
varað inn til vorra daga með nokkurs konar kæti og kjötáti á
þriðjudagskvöldið í föstuinngang, því sá siður hefur vissulega engin önnur rök
eður upptök, og svarar einninn sama tímatali til páskanna, er líka gjört á nóttu,
en fyrir því að hjá alþýðu vorri eru hér með engin sérdeilis óskikkanlegheit
framin, það eg veit, þá vil eg ekki fá mér til orða fleira þar um að disputera,
heldur einasta láta nægja að hafa sýnt þess uppruna vera kominn frá heiðnum
sið og það sama eftirleifar pápiskunnar í landi voru, ásamt öðru fleira hjá al-
múganum, smávægu að sönnu, hvar um skrifa mætti heilan bækling.1*10
5