Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 73
1. mynd. Yfirstykki yfir dyrum (?). Fura. L. 122 cm. Ártal 1774. Þjms. 10968. — Ljósm. höf.
ELLEN MARIE MAGER0Y
DULARFULLIR SKURÐLISTARMENN
Á 18. ÖLD
,,Dyratré“ frá 1774 og nokkur skyld verk.
í grein sinni ,,Af minnisblöðum málara“ í Árbók 1980 beinir Hörður
Ágústsson (bls. 64-66) leitarljósi að merkilegu íslensku tréskurðarverki frá 18.
öld, gegnskornu skrautverki með ártalinu 1774 (1. mynd).
Skrautstykki þetta er eitt í hópi þeirra safngripa sem endurheimtust frá
Þjóðminjasafni Dana (Nationalmuseet) árið 1930. Hafði það fyrst verið í 2.
deild safnsins, en 1893 var það flutt í 3. deild (Dansk Folkemuseum) og fylgdi
því sá fróðleikur að það væri frá Reykjavík. í Þjóðminjasafni íslands fékk
það safnnúmerið 10968, og í safnskrá hefur Matthías Þórðarson lýst því á
þessa leið:
„Dyrabrík úr furu, samsett af borði, 116 cm. 1. og 21,5 cm. br. og 3 cm. þ.,
og þar yfir, á annari röndinni, strikhefluðum lista, 122 cm. 1. ; öll útskorin og
gagnskorin og máluð ýmsum litum, sem eru þó nú að miklu leyti farnir af. Er í
miðju kringla, 22 cm. að þverm., og á hana skornir stafirnir OSS á ská rjett og
öfugt, og þar fyrir neðan AMTMADUR og enn neðar 1774. Beggja vegna við
kringluna er svífandi engill með lúður, og eru blómgreinar umhverfis englana
frá kringlunni út til enda.“
Höfundur þessarar greinar skrifaði um listaverkið mannsaldri siðar ásamt
öðrum íslenskum tréskurði með jurtaskreyti og bar það saman við önnur
verk.1 Lýsing mín þar stangast ekki á við orð Matthíasar. ”En kort ranke gár