Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 74
78 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS symmetrisk til hver side fra en rund medaljong pá midten. Ranken har mange smágrener og fint svungne blad, som ender spisst eller rundt. Innerst i hver av de store opprullinger som danner avslutningen pá hver side, er en stor ut- sprungen blomst, og i grenene nærmest medaljongen svever pá hver side en engel med utspilte vinger og med en basun i hánden.“ Ég nefndi einnig grunna sneiöingu eða lækkun fram með stönglunum og á sumum blöðunum, en þetta hefur í för með sér víxlverkan milli ögn úrhvelfdra og lítið eitt kúptra forma á yfirborði skreytisins. Á hinn bóginn olli það sínum erfiðleikum við að skipa verkinu til sætis í réttu samhengi innan um íslenskan tréskurð frá ofanverðri 18. öld. Greinilega virtist það vera í ætt við tvo flokka listaverka, sem eignuð hafa verið lands- þekktum manni, Hallgrími ,,bíldhöggvara“ Jónssyni (1717-1785). Hann átti heima á Norðurlandi og vann sitt verk þar. Já, þetta skurðverk var i rauninni eini hluturinn sem virtist sverja sig það mikið í ætt við báða hópa, að þess- vegna gæti hann byggt brú milli þeirra og bent til þess að báðir væri í raun og veru frá hendi Hallgríms. En illa kom þetta heim og saman við það að skurð- verkið þurfti helst að vera eftir einhvern mann sem starfað hefði á Suðurlandi. Áletrunin á kringlunni, spegilnafndrátturinn með fangamarkinu OSS og orð- ið AMTMADUR fyrir neðan sýna nefnilega að verkið hefur verið í eigu Ólafs Stefánssonar amtmanns, og ég sá enga ástæðu til að efast um það sem Matthias Þórðarson bætir við í safnskránni: ,,Er sýnilega frá bústað Ólafs amtmanns Stephánssonar, en hann bjó i Sviðholti á Álftanesi.“ En nýjar rannsóknir skila nýjum árangri. Hörður Ágústsson hefur um ára- bil gert umfangsmiklar byggingarsögulegar rannsóknir á torfbænum í Hólum i Eyjafirði. Árangur þessara rannsókna birti hann í Árbók 19782 og gerir þar meðal annars grein fyrir athyglisverðum upplýsingum sem hann fann viðvíkj- andi kirkjunni á staðnum. Fram kemur í kirkjustól Hóla að Ólafur Stefánsson amtmaður átti jörðina og lét byggja þar nýja kirkju, „torfkirkju 11“, árið 1774! Það lítur úr fyrir að þetta varði skurðverkið meira en lítið. Það minnir sem sagt á útskurð sem við vitum að átti heima á Norðurlandi. Á því er fangamark og titill amtmannsins, ártalið 1774, og þar að auki trúarlegt efnis- atriði, venjulega notað i kirkjulist, útskornir englar með básúnur. Sem heild mjög veigamiklar bendingar í þá átt að verkið hafi einmitt verið í torfkirkju II i Hólum. Enda dregur Hörður þá ályktun í greininni frá 1980, og það er ástæða til að óska honum til hamingju með uppgötvunina. Hörður lætur þá ósk í ljós (Árbók 1980, bls. 66) að staða skurðverksins í listasögunni verði vegin og metin að nýju. Eg er fús til að reyna það, þótt ég haldi að erfitt verði að komast svo djúpt ofan í saumana á því að höfundur þess finnist. En fyrst verð ég fyrir mitt leyti að fá að láta þá ósk í ljós að staður útskornu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.