Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 75
DULARFULLIR SKURÐLISTARMENN Á 18. ÖLD.
79
L.
2. mynd. ,, Torfkirkja 11“ í Hólum í Eyjafirði. Endurgerðaruppdráttur af vesturstafni eftir Hörð
Ágústsson, birtur í grein hans ,,Fornir húsaviðir í Hólum“, Árbók 1978.
fjalarinnar í eða á kirkjunni verði kannaður nánar. í Þjóðminjasafninu í
Kaupmannahöfn var hún kölluð ,,d0rtavle“. Matthias Þórðarson kallaði hana
dyrabrík og Hörður notar orðið dyratré. En nú laumast dálítill vafi inn í mál-
ið. Bríkur yfir dyrum standa venjulega, en hanga ekki. Með öðrum orðum:
beina lárétta brúnin snýr niður, en skrautverkið upp. Venju samkvæmt eru
það undirbríkur (t.d. á altaristöflum og grafskriftartöflum) sem eru með
hangandi skreyti niður frá láréttri brún.
Úr úttekt frá 1776 í áðurnefndum kirkjustól hefur Hörður hinsvegar fram
að færa ummæli sem sýna, að það hlýtur að hafa verið útskorin fjöl með
nafni amtmanns yfir kirkjudyrunum í torfkirkju II: ,,ein fjöl með
bíldhöggvaraverki og proprietarii hr. amtmannsins Ólafs Stephanssonar nafni
þar á.“ Þarna virðist við fyrstu sýn sem eitt atriði hafi smollið laglega í liðinn
og að við þekkjum þá um leið smáatriðin í yfirstykki því sem Hörður hefur í
tilrauna skyni teiknað fyrir ofan dyrnar á torfkirkju II, á uppdrætti í Árbók
1978 (hér 2. mynd).
En hversvegna hangandi skreyti? Sýnist þetta bara vera svo, og er efri list-
inn í raun og veru ekki annað en hluti af umgerð sem skreytið hefur verið í?
Og getur þar að auki verið, að standandi skreyti hafi verið ofan á efri list-
anum? Eða hefur fjölin átt heima inni í kirkjunni, til dæmis verið partur af
milligerð milli kórs og kirkju, og önnur fjöl, hugsanlega með upphleyptu
skreyti, þá verið úti yfir dyrum? Móti síðustu spurningunni mælir reyndar að
fjölin ber þess merki að hafa verið utandyra. Hún virðist vera veðruð, og